Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2024 22:34 Hilmar Smári Henningsson keyrir á körfuna. vísir / jón gautur Stjarnan vann Grindavík 104-98 í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Heimamenn hafa unnið alla fimm leikina í upphafi tímabils og sitja í efsta sæti Bónus deildar karla. Fyrsti leikhluti var kaflaskiptur. Eftir ömurlega byrjun í síðasta leik var allt annað að sjá lið Grindavíkur í upphafi leiks. Gestirnir fóru betur af stað og komust tíu stigum yfir 4-14. Eftir því sem leið á leikhlutann fór að ganga betur hjá heimamönnum og staðan var 23-25 eftir fyrsta fjórðung. Hilmar Smári Henningsson gerði 27 stig í leik kvölsinsVísir/Jón Gautur Það er ekki bara barnabók sem heitir Orri óstöðvandi heldur fór Orri Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, á kostum í öðrum leikhluta og var einfaldlega Orri óstöðvandi. Orri fór hamförum fyrir utan þriggja stiga línuna en alls gerði hann 14 stig á innan við fimm mínnútum. Orri endaði með 20 stig í fyrri hálfleik. Grindavík gaf þó ekkert eftir og staðan var 52-48 í hálfleik. Grindvíkingar hafa tapað tveimur leikjum í röðVísir/Jón Gautur Stjörnumenn fóru á kostum í þriðja leikhluta og gjörsamlega káluðu þessum leik. Heimamenn gerðu sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé í stöðunni 68-51. Heimamenn voru átján stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Grindavík gerði vel í fjórða leikhluta að koma til baka. Vörn liðsins var töluvert betri eftir að hafa fengið á sig 32 stig í þriðja leikhluta. Gestirnir náðu að koma forskoti Stjörnunnar undir tíu stig en heimamenn lifðu þetta af og unnu að lokum 104-98. Stjarnan hefur unnið alla fimm leikinaVísir/Jón Gautur Atvik leiksins Það voru læti í fjórða leikhluta þar sem Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Stjörnunnar, óð í Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmann Grindavíkur, úr varð mikil hiti. Deandre Kane reyndi að róa menn niður en það sem vakti athygli var að sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti leikmanni Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Stjörnumennirnir Hilmar Smári Henningsson og Orri Gunnarsson voru frábærir í kvöld. Hilmar gerði 27 stig og Orri 28 stig. Orri átti ótrúlega rispu í öðrum leikhluta þar sem hann gerði 14 stig á innan við fimm mínútum. Þriðji leikhluti Grindavíkur var það sem fór með leikinn. Gestirnir hættu að hitta og spiluðu lélega vörn sem Stjarnan nýtti sér. Eini áberandi skúrkurinn hjá Grindavík var sjúkraþjálfari liðsins fyrir að taka þátt í æsingi sem var meðal leikmanna. Leikmenn, dómarar og í mesta lagi þjálfarar eiga að fá að útkljá svona hluti og sjúkraþjálfari í íþróttaliði á ekki að vera vaða inn á völlinn og skipta sér af svona hlutum. Dómararnir [3] Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Ingi Björn Jónsson. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, að ræða við dómarannVísir/Jón Gautur Þetta var því miður áberandi illa dæmdur leikur á báða bóga. Línan og samræmið var ekki mikið og það var erfitt að átta sig á línunni í leiknum. Þegar bæði lið eru ósátt út í dómgæsluna var leikurinn ekki vel dæmdur. Stemning og umgjörð Það gengur vel hjá Stjörnunni og stemningin var því góð sérstaklega hjá heimamönnum. Knattspyrnumennirnir Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru sérstakir heiðursgestir og voru saman í sérstöku boxi. En þeir lögðu allir skóna á hilluna eftir tímabilið með Stjörnunni. „Sjúkraþjálfarinn var að standa með sínum mönnum og þetta er bara alvöru maður“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Jón Gautur Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins og var ósáttur út í dómarann og umfjöllunina um hans lið. „Þetta fór frá okkur í þriðja leikhluta. Annan leikinn í röð vorum við flatir í tíu mínútur og við vorum að spila á móti góðu liði sem nýtti tækifærið. Þetta fór þar,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Þeir komu út með ákefð sem við koðnuðum undan. Við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við ráðum ekki við og stýrum ekki og við vorum ekki nóg sterkir á svellinu og því fór sem fór.“ Aðspurður út í það hvað hans menn fór að einbeita sér að í þriðja leikhluta sagði Jóhann að það hafi verið dómararnir. „Við fórum að einbeita okkur að þessum þremur sem voru í appelsínugulu í staðinn fyrir að stjórna því sem við ráðum við og okkur tókst ekki að halda okkur í augnablikinu.“ Í fjórða leikhluta myndaðist mikill hiti á milli liðanna þar sem leikmenn Stjörnunnar gerðu aðsúg að Björgvini Hafþóri Ríkharðssyni, leikmanni Grindavíkur, og Jóhann fór yfir atburðarásina. „Bjöggi var að berja frá sér og gerði vel. Svo komu einhver læti og menn fóru að munnhöggvast sem er partur af körfubolta og það var ekkert stress.“ Stjörnumenn voru ósáttir við að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í látunum en Jóhann var ánægður með hann. „Hann var bara að standa með sínum mönnum og þetta er bara alvöru maður sem stendur með sínum mönnum og hrós á hann. Ef honum finnst hann þurfa að skipta sér af þessu þá hefur hann fullt leyfi til þess. Þú og aðrir mega hafa skoðanir á því og það er bara þannig.“ Eru alltaf læti í kringum lið Grindavíkur? „Nei mér finnst það ekki. Mér finnst hins vegar gert mikið úr hlutum sem eru bara einhvern veginn. Við erum bara að einbeita okkur að því að vinna leiki og verða betri eftir hverja umferð,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Bónus-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Stjarnan vann Grindavík 104-98 í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Heimamenn hafa unnið alla fimm leikina í upphafi tímabils og sitja í efsta sæti Bónus deildar karla. Fyrsti leikhluti var kaflaskiptur. Eftir ömurlega byrjun í síðasta leik var allt annað að sjá lið Grindavíkur í upphafi leiks. Gestirnir fóru betur af stað og komust tíu stigum yfir 4-14. Eftir því sem leið á leikhlutann fór að ganga betur hjá heimamönnum og staðan var 23-25 eftir fyrsta fjórðung. Hilmar Smári Henningsson gerði 27 stig í leik kvölsinsVísir/Jón Gautur Það er ekki bara barnabók sem heitir Orri óstöðvandi heldur fór Orri Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, á kostum í öðrum leikhluta og var einfaldlega Orri óstöðvandi. Orri fór hamförum fyrir utan þriggja stiga línuna en alls gerði hann 14 stig á innan við fimm mínnútum. Orri endaði með 20 stig í fyrri hálfleik. Grindavík gaf þó ekkert eftir og staðan var 52-48 í hálfleik. Grindvíkingar hafa tapað tveimur leikjum í röðVísir/Jón Gautur Stjörnumenn fóru á kostum í þriðja leikhluta og gjörsamlega káluðu þessum leik. Heimamenn gerðu sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé í stöðunni 68-51. Heimamenn voru átján stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Grindavík gerði vel í fjórða leikhluta að koma til baka. Vörn liðsins var töluvert betri eftir að hafa fengið á sig 32 stig í þriðja leikhluta. Gestirnir náðu að koma forskoti Stjörnunnar undir tíu stig en heimamenn lifðu þetta af og unnu að lokum 104-98. Stjarnan hefur unnið alla fimm leikinaVísir/Jón Gautur Atvik leiksins Það voru læti í fjórða leikhluta þar sem Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Stjörnunnar, óð í Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmann Grindavíkur, úr varð mikil hiti. Deandre Kane reyndi að róa menn niður en það sem vakti athygli var að sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti leikmanni Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Stjörnumennirnir Hilmar Smári Henningsson og Orri Gunnarsson voru frábærir í kvöld. Hilmar gerði 27 stig og Orri 28 stig. Orri átti ótrúlega rispu í öðrum leikhluta þar sem hann gerði 14 stig á innan við fimm mínútum. Þriðji leikhluti Grindavíkur var það sem fór með leikinn. Gestirnir hættu að hitta og spiluðu lélega vörn sem Stjarnan nýtti sér. Eini áberandi skúrkurinn hjá Grindavík var sjúkraþjálfari liðsins fyrir að taka þátt í æsingi sem var meðal leikmanna. Leikmenn, dómarar og í mesta lagi þjálfarar eiga að fá að útkljá svona hluti og sjúkraþjálfari í íþróttaliði á ekki að vera vaða inn á völlinn og skipta sér af svona hlutum. Dómararnir [3] Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Ingi Björn Jónsson. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, að ræða við dómarannVísir/Jón Gautur Þetta var því miður áberandi illa dæmdur leikur á báða bóga. Línan og samræmið var ekki mikið og það var erfitt að átta sig á línunni í leiknum. Þegar bæði lið eru ósátt út í dómgæsluna var leikurinn ekki vel dæmdur. Stemning og umgjörð Það gengur vel hjá Stjörnunni og stemningin var því góð sérstaklega hjá heimamönnum. Knattspyrnumennirnir Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru sérstakir heiðursgestir og voru saman í sérstöku boxi. En þeir lögðu allir skóna á hilluna eftir tímabilið með Stjörnunni. „Sjúkraþjálfarinn var að standa með sínum mönnum og þetta er bara alvöru maður“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Jón Gautur Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins og var ósáttur út í dómarann og umfjöllunina um hans lið. „Þetta fór frá okkur í þriðja leikhluta. Annan leikinn í röð vorum við flatir í tíu mínútur og við vorum að spila á móti góðu liði sem nýtti tækifærið. Þetta fór þar,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Þeir komu út með ákefð sem við koðnuðum undan. Við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við ráðum ekki við og stýrum ekki og við vorum ekki nóg sterkir á svellinu og því fór sem fór.“ Aðspurður út í það hvað hans menn fór að einbeita sér að í þriðja leikhluta sagði Jóhann að það hafi verið dómararnir. „Við fórum að einbeita okkur að þessum þremur sem voru í appelsínugulu í staðinn fyrir að stjórna því sem við ráðum við og okkur tókst ekki að halda okkur í augnablikinu.“ Í fjórða leikhluta myndaðist mikill hiti á milli liðanna þar sem leikmenn Stjörnunnar gerðu aðsúg að Björgvini Hafþóri Ríkharðssyni, leikmanni Grindavíkur, og Jóhann fór yfir atburðarásina. „Bjöggi var að berja frá sér og gerði vel. Svo komu einhver læti og menn fóru að munnhöggvast sem er partur af körfubolta og það var ekkert stress.“ Stjörnumenn voru ósáttir við að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í látunum en Jóhann var ánægður með hann. „Hann var bara að standa með sínum mönnum og þetta er bara alvöru maður sem stendur með sínum mönnum og hrós á hann. Ef honum finnst hann þurfa að skipta sér af þessu þá hefur hann fullt leyfi til þess. Þú og aðrir mega hafa skoðanir á því og það er bara þannig.“ Eru alltaf læti í kringum lið Grindavíkur? „Nei mér finnst það ekki. Mér finnst hins vegar gert mikið úr hlutum sem eru bara einhvern veginn. Við erum bara að einbeita okkur að því að vinna leiki og verða betri eftir hverja umferð,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn