Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 07:42 Ruud van Nistelrooy var mjög líflegur á bekknum hjá Manchester United í fyrsta leik og fagnaði mörkunum vel. Getty/James Gill Ruud van Nistelrooy verður knattspyrnustjóri Manchester United í næstu leikjum liðsins en hann mun stýra liðinu þar til að Ruben Amorim tekur við eftir landsleikjahlé um miðjan nóvember. Van Nistelrooy stýrði United til 5-2 sigurs á Leicester City í enska deildabikarnum í sínum fyrsta leik. Liðið skoraði aldrei fimm mörk í einum leik á móti úrvalsdeildarfélagi undir stjórn forvera hans Erik ten Hag en gerði það í fyrsta leiknum hjá honum. Sporting CP sleppir Amorim ekki strax og því fær Van Nistelrooy nokkra leiki í viðbót. Hann vill ólmur vera áfram hjá Manchester United sama í hvaða hlutverki hann verður. Van Nistelrooy gerði góða hluti sem leikmaður United á sínum tíma en kom til félagsins aftur í sumar til að verða aðstoðarmaður Ten Hag. Hann var spurður út í framtíð sína eftir sigurinn á Leicester og um það hvort hann vildi vera áfram. „Auðvitað. Ég kom hingað til að hjálpa félaginu. Núna er ég í þessu hlutverki og er að reyna að hjálpa til á meðan þörf er fyrir mig,“ sagði Ruud van Nistelrooy við Sky Sports. „Í framtíðinni þá er ég klár í að aðstoða félagið í hvaða hlutverki sem það verður. Ég vil hjálpa félaginu að byggja upp til framtíðar og þess vegna er ég hér,“ sagði Van Nistelrooy. „Það var sorgardagur þegar ég þurfti að taka við liðinu þegar Erik [ten Hag] var látinn fara og blendnar tilfinningar í gangi. Það var hann sem bað mig um að koma hingað aftur. Í fyrsta samtalinu okkur þá fann ég ástríðuna og væntumþykju hans fyrir félaginu. Þess vegna var leiðinlegt að sjá hann fara,“ sagði Van Nistelrooy . Næst á dagskrá er að stýra liðinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "I'm here to help the club as long as I'm needed" 💬Ruud van Nistelrooy says he is happy to remain as interim manager and he would like to stay at Man United going forwards 🔴 pic.twitter.com/KzgS9xFyyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2024 Enski boltinn Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Sjá meira
Van Nistelrooy stýrði United til 5-2 sigurs á Leicester City í enska deildabikarnum í sínum fyrsta leik. Liðið skoraði aldrei fimm mörk í einum leik á móti úrvalsdeildarfélagi undir stjórn forvera hans Erik ten Hag en gerði það í fyrsta leiknum hjá honum. Sporting CP sleppir Amorim ekki strax og því fær Van Nistelrooy nokkra leiki í viðbót. Hann vill ólmur vera áfram hjá Manchester United sama í hvaða hlutverki hann verður. Van Nistelrooy gerði góða hluti sem leikmaður United á sínum tíma en kom til félagsins aftur í sumar til að verða aðstoðarmaður Ten Hag. Hann var spurður út í framtíð sína eftir sigurinn á Leicester og um það hvort hann vildi vera áfram. „Auðvitað. Ég kom hingað til að hjálpa félaginu. Núna er ég í þessu hlutverki og er að reyna að hjálpa til á meðan þörf er fyrir mig,“ sagði Ruud van Nistelrooy við Sky Sports. „Í framtíðinni þá er ég klár í að aðstoða félagið í hvaða hlutverki sem það verður. Ég vil hjálpa félaginu að byggja upp til framtíðar og þess vegna er ég hér,“ sagði Van Nistelrooy. „Það var sorgardagur þegar ég þurfti að taka við liðinu þegar Erik [ten Hag] var látinn fara og blendnar tilfinningar í gangi. Það var hann sem bað mig um að koma hingað aftur. Í fyrsta samtalinu okkur þá fann ég ástríðuna og væntumþykju hans fyrir félaginu. Þess vegna var leiðinlegt að sjá hann fara,“ sagði Van Nistelrooy . Næst á dagskrá er að stýra liðinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "I'm here to help the club as long as I'm needed" 💬Ruud van Nistelrooy says he is happy to remain as interim manager and he would like to stay at Man United going forwards 🔴 pic.twitter.com/KzgS9xFyyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2024
Enski boltinn Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Sjá meira