„Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:40 Guðrún segir nauðsynlegt að setja upp brottfararúrræði fyrir fólk sem á að vísa úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og aðra sem hér eru í ólögmætri dvöl. Vísir/Einar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ómannúðlegt að vista hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um vernd hér á landi í fangelsi. Á þessu ári hafi 40 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. „Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Sjá meira
„Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Sjá meira
Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21