Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Lestrarklefinn og Sjöfn Asare 5. nóvember 2024 10:32 Breiðþotur er fyrsta skáldsaga Tómasar Ævars Ólafssonar. Eva schram Ritdómum rignir nú inn á menningarvefinn Lestrarklefinn. Hér fjallar Sjöfn Asare um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur. Mikil gleði fyllir hjarta mitt sem áhugamanns um náframtíðarvísindaskáldskap (e. speculative fiction) við lestur skáldsögunnar Breiðþotur sem kom nýlega út og kítlar spekúleringartaugarnar. Sjöfn Asare fjallar um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur í Lestrarklefanum Breiðþotur er fyrsta skáldaga Tómasar Ævars Ólafssonar sem áður hefur gefið út ljóðabókina Umframframleiðsla (2021) og starfar við dagskrágerð á Rás 1. Bókin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kastar fram spurningunni: Hvað hefði gerst og myndi gerast í kjölfar svaðalegs gagnaleka sem setur allan heiminn á hliðina? Hvað ef heimsbyggðinni yrðu veitt tíu ár til að sporna við hlýnun jarðar á almennilegan hátt, og takist það ekki muni annar gagnaleki skekja stoðir veruleikans. Hvað gera þrír ungir vinir í litlu þorpi á Austurlandi í kjölfarið? Litla þorpið þeirra springur, fjölskyldur splundrast, skólakerfið fellur, uppgangur fasisma, trúarofsi og sáluhjálp, skilnaðir, söknuður, vinátta og ást eiga sögusviðið í þessari spennandi bók. Börn á tímamótum Í upphafi bókar er þorpslífið hversdagslegt en þau Loftur, Umbi og Fransiska eru lengi í paradís. Einn daginn eru vinirnir að ráfa um bæinn og leika ímyndunarleiki, en þann næsta hefur allt gjörbreyst. Internetið hefur verið flett klæðum og öll persónuleg samskipti allra á netinu eru nú ekki lengur einkamál. Nektarmyndir, daður, fjárglæfrar, fjölskylduleyndarmál - allur pakkinn er uppi á borðinu. En það áhugaverða er að lesandi fylgist með þessum atburðum í gegnum augu táninga, ekki hinna fullorðnu, og áhrifin sem þessi afhjúpun hefur á fjölskyldulíf barnanna er í brennidepli. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma má lesa á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Sjá meira
Mikil gleði fyllir hjarta mitt sem áhugamanns um náframtíðarvísindaskáldskap (e. speculative fiction) við lestur skáldsögunnar Breiðþotur sem kom nýlega út og kítlar spekúleringartaugarnar. Sjöfn Asare fjallar um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur í Lestrarklefanum Breiðþotur er fyrsta skáldaga Tómasar Ævars Ólafssonar sem áður hefur gefið út ljóðabókina Umframframleiðsla (2021) og starfar við dagskrágerð á Rás 1. Bókin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kastar fram spurningunni: Hvað hefði gerst og myndi gerast í kjölfar svaðalegs gagnaleka sem setur allan heiminn á hliðina? Hvað ef heimsbyggðinni yrðu veitt tíu ár til að sporna við hlýnun jarðar á almennilegan hátt, og takist það ekki muni annar gagnaleki skekja stoðir veruleikans. Hvað gera þrír ungir vinir í litlu þorpi á Austurlandi í kjölfarið? Litla þorpið þeirra springur, fjölskyldur splundrast, skólakerfið fellur, uppgangur fasisma, trúarofsi og sáluhjálp, skilnaðir, söknuður, vinátta og ást eiga sögusviðið í þessari spennandi bók. Börn á tímamótum Í upphafi bókar er þorpslífið hversdagslegt en þau Loftur, Umbi og Fransiska eru lengi í paradís. Einn daginn eru vinirnir að ráfa um bæinn og leika ímyndunarleiki, en þann næsta hefur allt gjörbreyst. Internetið hefur verið flett klæðum og öll persónuleg samskipti allra á netinu eru nú ekki lengur einkamál. Nektarmyndir, daður, fjárglæfrar, fjölskylduleyndarmál - allur pakkinn er uppi á borðinu. En það áhugaverða er að lesandi fylgist með þessum atburðum í gegnum augu táninga, ekki hinna fullorðnu, og áhrifin sem þessi afhjúpun hefur á fjölskyldulíf barnanna er í brennidepli. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma má lesa á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Sjá meira