Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2024 08:31 Það er oft sagt að sköpun sé hjarta samfélagsins. Við þekkjum öll innblásturinn sem listir veita okkur - hvort heldur sem er í gegn um tónlist, myndlist, dans, ljóð, húmor, … - allt gefur þetta lífinu lit. En það er ákveðið litleysi yfir samfélaginu í dag. Ekki bara vegna þess að dagurinn styttist stöðugt heldur er ákveðinn þungi yfir öllu. Mér líður eins og samfélagið sé í ákveðnu þunglyndi núna. Efnahagsmálin eru þung. Stjórnmálin eru þung. Heilbrigðismálin, menntamálin og meira að segja lýðræðið er þunglamalegt. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum skyndikosningum sem er verið að demba yfir okkur daginn fyrir aðventuna - enn eitt vesenið sem stjórnmálin eru að angra okkur með. Og hvað svo? Fáum við það sama aftur á næsta kjörtímabili þangað til flokkspólitíkinni dettur í hug að sinna lýðræðinu aftur - rétt í kringum kosningar? Hvað getum við gert til þess að laga þetta? Kjósum öðruvísi Já. Nú er tími til þess að gera eitthvað öðruvísi eins og Einstein sagði. Sköpun kemur víða við sögu, meðal annars í tækni, opinberri stjórnsýslu og lýðræði. Sköpun er drifkraftur framfara og velferðar. En hvað gerist þegar við gleymum að styðja við þessa krafta? Sköpun er ekki aðeins efnahagslegt mál, hún er einnig menningarleg eða félagsleg. Til að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi verðum við að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum samfélagsins - út um allt land. Aðgengi að menningu er næring fyrir sálina og lýðræðið Listir og menning spegla ekki aðeins samfélagið; þær móta það einnig. Þegar við tryggjum að allir hafi aðgang að listum og menningu, óháð efnahag eða stöðu, stuðlum við að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Píratar telja mikilvægt að líta á menningu og skapandi greinar sem eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og sem efnahagslega og samfélagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Áhersla á listmenntun og nýsköpun í menntakerfinu Listmenntun leikur lykilhlutverk í að rækta gagnrýna hugsun, skapandi færni og almennt læsi á samfélagið. Með því að efla listmenntun á öllum skólastigum stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu menningarlífi. Píratar vilja leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám sem tekur mið af hæfileikum og áhuga hvers nemanda. Með því að innleiða nýsköpun í menntakerfinu - ekki bara á sviði hinna klassísku og óhefðbundnu listgreina heldur líka með kennslu í gervigreind, gagnavísindum og forritun - undirbúum við komandi kynslóðir fyrir framtíðaráskoranir. Aðgengi að listum og menningu fyrir alla Píratar vilja tryggja að allir hafi jafnan rétt til að njóta lista og menningar, óháð efnahag, búsetu eða uppruna. Með því að auka aðgengi að listmenntun og menningarstofnunum, hampa barnamenningu og styðja við menningarstofnanir, stuðlum við að félagslegri samheldni og efnahagslegri þróun. Aðgangur að menningu er næring fyrir bæði sálina og lýðræðið og stuðlar auk þess að heilbrigðu og skapandi samfélagi. Nýsköpun sem drifkraftur efnahagslífsins Nýsköpun út um allt land er lykillinn að sjálfbærri verðmætasköpun. Einföldum hvernig við stofnum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki og aukum styrki til grænna sprota. Þannig getum við byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Efnahagsleg rörsýn atvinnulífsflokkanna gleymir alltaf heildarsamhenginu. Þó atvinnulífið sé mikilvægt þá er það bara hluti af samfélaginu í heild sinni. Píratar vilja byggja upp aðstöðu til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins í náinni samvinnu við bæði sveitarfélög og frumkvöðla ásamt því að innleiða nýsköpun í opinberum rekstri ná þannig hagræðingu með nýrri tækni og þekkingu. Sköpun í opinberri stjórnsýslu og lýðræði Nýsköpun á ekki aðeins við um atvinnulífið heldur einnig um opinbera stjórnsýslu. Með því að innleiða nýskapandi lausnir í stjórnsýslunni getum við aukið skilvirkni, gagnsæi og þátttöku almennings. Píratar vilja efla lýðræðislega þátttöku og ábyrgð með því að tryggja frumkvæðisrétt og málskotsrétt almennings í nýrri stjórnarskrá, sem mun stuðla að heilbrigðara og skapandi lýðræðissamfélagi. Við þurfum að taka valdið af stjórnmálaflokkunum þannig að það sé ekki bara lýðræði á fjögurra ára fresti eða hvenær sem þeim dettur í hug að boða til skyndikosninga. Sköpun sem grunnur að sjálfbærri framtíð Sjálfvirknivæðing, gervigreind og aðrar tækninýjungar breyta samfélaginu hratt. Til að tryggja að Ísland sé í fararbroddi í þessari þróun þarf að efla menntun og færniþróun í tengslum við gervigreind og nýsköpun. Píratar vilja gera Ísland að miðstöð þekkingar og grænnar nýsköpunar með því að stofna alþjóðlegt þekkingar- og nýsköpunarsetur á sviði umhverfis- og loftslagsmála og auka samvinnu við háskóla innan lands og utan. Samspil sköpunar og efnahagsmála Sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi; hún er efnahagslegt afl sem drífur samfélagið áfram. Því þegar allt kemur til alls þá er hagkerfið í raun ekkert annað en samskipti milli fólks með tungumáli sem heitir gjaldmiðill. Eins og uppáhalds hagfræðingurinn minn segir, að til þess að skilja hagkerfið þá þarf að skilja mannlega hegðun. Ekkert tjáir mannlega hegðun meira en sköpun - í víðu samhengi þess orðs. Með því að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum - í listum, menntun, tækni, opinberri stjórnsýslu, lýðræði - getum við byggt upp sterkt, sjálfbært og réttlátt samfélag. Það er kominn tími til að viðurkenna að sköpun er aðal efnahagsmálið og gera hana að forgangsatriði í stefnumótun og fjárfestingum. Píratar vilja stunda nýja pólitík sem setur sköpun í forgrunn, til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Höfundur skipar 1. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að sköpun sé hjarta samfélagsins. Við þekkjum öll innblásturinn sem listir veita okkur - hvort heldur sem er í gegn um tónlist, myndlist, dans, ljóð, húmor, … - allt gefur þetta lífinu lit. En það er ákveðið litleysi yfir samfélaginu í dag. Ekki bara vegna þess að dagurinn styttist stöðugt heldur er ákveðinn þungi yfir öllu. Mér líður eins og samfélagið sé í ákveðnu þunglyndi núna. Efnahagsmálin eru þung. Stjórnmálin eru þung. Heilbrigðismálin, menntamálin og meira að segja lýðræðið er þunglamalegt. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessum skyndikosningum sem er verið að demba yfir okkur daginn fyrir aðventuna - enn eitt vesenið sem stjórnmálin eru að angra okkur með. Og hvað svo? Fáum við það sama aftur á næsta kjörtímabili þangað til flokkspólitíkinni dettur í hug að sinna lýðræðinu aftur - rétt í kringum kosningar? Hvað getum við gert til þess að laga þetta? Kjósum öðruvísi Já. Nú er tími til þess að gera eitthvað öðruvísi eins og Einstein sagði. Sköpun kemur víða við sögu, meðal annars í tækni, opinberri stjórnsýslu og lýðræði. Sköpun er drifkraftur framfara og velferðar. En hvað gerist þegar við gleymum að styðja við þessa krafta? Sköpun er ekki aðeins efnahagslegt mál, hún er einnig menningarleg eða félagsleg. Til að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi verðum við að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum samfélagsins - út um allt land. Aðgengi að menningu er næring fyrir sálina og lýðræðið Listir og menning spegla ekki aðeins samfélagið; þær móta það einnig. Þegar við tryggjum að allir hafi aðgang að listum og menningu, óháð efnahag eða stöðu, stuðlum við að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Píratar telja mikilvægt að líta á menningu og skapandi greinar sem eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og sem efnahagslega og samfélagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Áhersla á listmenntun og nýsköpun í menntakerfinu Listmenntun leikur lykilhlutverk í að rækta gagnrýna hugsun, skapandi færni og almennt læsi á samfélagið. Með því að efla listmenntun á öllum skólastigum stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu menningarlífi. Píratar vilja leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám sem tekur mið af hæfileikum og áhuga hvers nemanda. Með því að innleiða nýsköpun í menntakerfinu - ekki bara á sviði hinna klassísku og óhefðbundnu listgreina heldur líka með kennslu í gervigreind, gagnavísindum og forritun - undirbúum við komandi kynslóðir fyrir framtíðaráskoranir. Aðgengi að listum og menningu fyrir alla Píratar vilja tryggja að allir hafi jafnan rétt til að njóta lista og menningar, óháð efnahag, búsetu eða uppruna. Með því að auka aðgengi að listmenntun og menningarstofnunum, hampa barnamenningu og styðja við menningarstofnanir, stuðlum við að félagslegri samheldni og efnahagslegri þróun. Aðgangur að menningu er næring fyrir bæði sálina og lýðræðið og stuðlar auk þess að heilbrigðu og skapandi samfélagi. Nýsköpun sem drifkraftur efnahagslífsins Nýsköpun út um allt land er lykillinn að sjálfbærri verðmætasköpun. Einföldum hvernig við stofnum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtæki og aukum styrki til grænna sprota. Þannig getum við byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Efnahagsleg rörsýn atvinnulífsflokkanna gleymir alltaf heildarsamhenginu. Þó atvinnulífið sé mikilvægt þá er það bara hluti af samfélaginu í heild sinni. Píratar vilja byggja upp aðstöðu til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins í náinni samvinnu við bæði sveitarfélög og frumkvöðla ásamt því að innleiða nýsköpun í opinberum rekstri ná þannig hagræðingu með nýrri tækni og þekkingu. Sköpun í opinberri stjórnsýslu og lýðræði Nýsköpun á ekki aðeins við um atvinnulífið heldur einnig um opinbera stjórnsýslu. Með því að innleiða nýskapandi lausnir í stjórnsýslunni getum við aukið skilvirkni, gagnsæi og þátttöku almennings. Píratar vilja efla lýðræðislega þátttöku og ábyrgð með því að tryggja frumkvæðisrétt og málskotsrétt almennings í nýrri stjórnarskrá, sem mun stuðla að heilbrigðara og skapandi lýðræðissamfélagi. Við þurfum að taka valdið af stjórnmálaflokkunum þannig að það sé ekki bara lýðræði á fjögurra ára fresti eða hvenær sem þeim dettur í hug að boða til skyndikosninga. Sköpun sem grunnur að sjálfbærri framtíð Sjálfvirknivæðing, gervigreind og aðrar tækninýjungar breyta samfélaginu hratt. Til að tryggja að Ísland sé í fararbroddi í þessari þróun þarf að efla menntun og færniþróun í tengslum við gervigreind og nýsköpun. Píratar vilja gera Ísland að miðstöð þekkingar og grænnar nýsköpunar með því að stofna alþjóðlegt þekkingar- og nýsköpunarsetur á sviði umhverfis- og loftslagsmála og auka samvinnu við háskóla innan lands og utan. Samspil sköpunar og efnahagsmála Sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi; hún er efnahagslegt afl sem drífur samfélagið áfram. Því þegar allt kemur til alls þá er hagkerfið í raun ekkert annað en samskipti milli fólks með tungumáli sem heitir gjaldmiðill. Eins og uppáhalds hagfræðingurinn minn segir, að til þess að skilja hagkerfið þá þarf að skilja mannlega hegðun. Ekkert tjáir mannlega hegðun meira en sköpun - í víðu samhengi þess orðs. Með því að fjárfesta í sköpun á öllum sviðum - í listum, menntun, tækni, opinberri stjórnsýslu, lýðræði - getum við byggt upp sterkt, sjálfbært og réttlátt samfélag. Það er kominn tími til að viðurkenna að sköpun er aðal efnahagsmálið og gera hana að forgangsatriði í stefnumótun og fjárfestingum. Píratar vilja stunda nýja pólitík sem setur sköpun í forgrunn, til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Höfundur skipar 1. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun