Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2024 14:19 Sunneva Einarsdóttir, Ína María Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Ástrós Traustadóttir og Magnea Björg Jónsdóttir skipa LXS-hópinn svokallaða. Vísir/Hulda margrét Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu í gær en Sýn höfðaði málið í kjölfar ákvörðunar Fjölmiðlanefndar þann 6. júlí í fyrra. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru brotin talin upp. Í þáttunum er minnst á ýmis fyrirtæki, svo sem World Class, Glamista hair hárlenginamerki, Marc Inbane brúnkukrem og bílaumboðið Heklu. „Á meðan áhrifavaldurinn situr í bílnum og lætur fyrrgreind ummæli falla eru sýndar nærmyndir af bílnum frá nokkrum hliðum. Þar á eftir fer hún í „Audi-salinn“ hjá Heklu til að kíkja á „GT Audi“ 4 rafmagnsbílinn sem áhrifavaldurinn segist ekki vera „neitt eðlilega spennt“ fyrir,“ segir um eitt innslagið í ákvörðuninni. Við upphaf sumra innslaganna birtist textinn „ekki kostuð auglýsing“ með hástöfum í um fimm sekúndur í vinstra horni skjásins. Fékk ekkert greitt fyrir vöruinnsetningar Í niðurstöðu dómsins segir að fallist sé á það með Sýn að samningur Sýnar og framleiðanda þáttanna, Ketchup creative, beri ekki með sér að Sýn hafi þegið greiðslur frá aðilum sem beinan hag hafi haft af kynningu vörumerkjanna. Þó segi í samningnum að öll kostun og auglýsingatekjur vegna þáttanna renni til Sýnar, en vöruinnsetning til framleiðanda. Auglýsingar, kostun og vöruinnsetning séu dæmi um það sem telst til viðskiptaboða samkvæmt skilgreiningu í þágildandi fjölmiðlagögum. Þurfti ekki að sýna fram á endurgjald Önnur gögn um viðskiptin en þennan samning hafi Sýn ekki lagt fram. Af hálfu Fjölmiðlanefndar hafi verið við meðferð málsins á það bent að nefndinni væri ómögulegt að sanna hvort um endurgjald hafi verið að ræða með einhverjum hætti. Að því virtu og tilmælum Fjölmiðlanefndar til Sýnar um gögn og upplýsingar um þetta yrði fallist á það með nefndinni að rannsóknarskyldu stjórnvaldsins á grundvelli stjórnsýslulaga og fjölmiðlagalaga hafi verið fullnægt við meðferð málsins. Þá segir að hvað varðar skilyrði fjölmiðlalaga um endurgjald og auglýsingamarkmið hafi verið litið til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins.Túlkun dómstólsins sé á þann veg að þótt greiðsla eða annað endurgjald sé ekki fyrir hendi útiloki það ekki þá ætlun fjölmiðlaveitu að þjóna auglýsingamarkmiðum Mátti vita af viðskiptaboðum Þá segir að Sýn hafi borið það fyrir sig að óheimilar hömlur væru lagðar á tjáningarfrelsifjölmiðlameð viðurlögum við dagskrárgerð sem hafi verið í fullu og eðlilegu samræmi við störf þeirra sem þar fjölluðu um daglegt líf sitt. Dómurinn hafi fallist á það með nefndinni að það yrði ekki talið brot gegn tjáningarfrelsi að gerðar séu kröfur um að viðskiptaboð skuli vera merkt, enda sé slíkt forsenda þess að almenningur geti gert sér grein fyrir því hvort um sé að ræða ritstjórnarefni eða viðskiptaboð. „Telja verður að stefnandi hafi, eins og hann hefur reyndar sjálfur bentá,einmitt vegna starfa áhrifavaldanna mátt gera ráð fyrir að fram kæmu viðskiptaboð í þáttunum.Hefði stefnanda því borið að gæta betur að því að auðkenna slík boð, óháð þvíhvort stefnandi sjálfur fengi endurgjald frá þeim aðilum sem hag höfðu af umfjölluninni eða ekki. Breytir að þessu leyti engu þótt örstutt hafi í tvígang í fimmta þætti birst skilaboð um að ekki væri um kostaða auglýsingu að ræða.“ Vísaði til þess að Rúv hafi ekki verið sektað Sýn vísaði meðal annars til máls Ríkisútvarpsins því til stuðnings að sektin væri óréttmæt eða úr hófi. Fjölmiðlanefnd sló á puttana á Rúv vegna auglýsinga á nikótínpúðum um mánuði áður en ákvörðun var tekin í máli Sýnar. Þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi verið talið brotlegt við fjölmiðlalög taldi Fjölmiðlanefnd ekki tilefni til að beita hlutafélagið opinbera stjórnvaldssekt. Þar var helst vísað til þess að um fyrsta brot Rúv á nýbreyttum reglum um auglýsingar á nikótínvörum. Þetta taldi Sýn brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Í dóminum segir að Sýn hafi ekki sýnt fram á að brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar með þeirri ákvörðun. Mál gegn Rúv, sem Sýn hafi vísað til að sektarheimild hafi ekki verið beitt í, sé ekki nægilega sambærilegt þessu máli. Þá þætti sektarfjárhæð hér ekki vera óhófleg. Því voru Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið sýknuð af öllum kröfum Sýnar. Þá var Sýn gert að greiða málskostnað gagnaðila, 500 þúsund krónur. Vísir er í eigu Sýnar. Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu í gær en Sýn höfðaði málið í kjölfar ákvörðunar Fjölmiðlanefndar þann 6. júlí í fyrra. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru brotin talin upp. Í þáttunum er minnst á ýmis fyrirtæki, svo sem World Class, Glamista hair hárlenginamerki, Marc Inbane brúnkukrem og bílaumboðið Heklu. „Á meðan áhrifavaldurinn situr í bílnum og lætur fyrrgreind ummæli falla eru sýndar nærmyndir af bílnum frá nokkrum hliðum. Þar á eftir fer hún í „Audi-salinn“ hjá Heklu til að kíkja á „GT Audi“ 4 rafmagnsbílinn sem áhrifavaldurinn segist ekki vera „neitt eðlilega spennt“ fyrir,“ segir um eitt innslagið í ákvörðuninni. Við upphaf sumra innslaganna birtist textinn „ekki kostuð auglýsing“ með hástöfum í um fimm sekúndur í vinstra horni skjásins. Fékk ekkert greitt fyrir vöruinnsetningar Í niðurstöðu dómsins segir að fallist sé á það með Sýn að samningur Sýnar og framleiðanda þáttanna, Ketchup creative, beri ekki með sér að Sýn hafi þegið greiðslur frá aðilum sem beinan hag hafi haft af kynningu vörumerkjanna. Þó segi í samningnum að öll kostun og auglýsingatekjur vegna þáttanna renni til Sýnar, en vöruinnsetning til framleiðanda. Auglýsingar, kostun og vöruinnsetning séu dæmi um það sem telst til viðskiptaboða samkvæmt skilgreiningu í þágildandi fjölmiðlagögum. Þurfti ekki að sýna fram á endurgjald Önnur gögn um viðskiptin en þennan samning hafi Sýn ekki lagt fram. Af hálfu Fjölmiðlanefndar hafi verið við meðferð málsins á það bent að nefndinni væri ómögulegt að sanna hvort um endurgjald hafi verið að ræða með einhverjum hætti. Að því virtu og tilmælum Fjölmiðlanefndar til Sýnar um gögn og upplýsingar um þetta yrði fallist á það með nefndinni að rannsóknarskyldu stjórnvaldsins á grundvelli stjórnsýslulaga og fjölmiðlagalaga hafi verið fullnægt við meðferð málsins. Þá segir að hvað varðar skilyrði fjölmiðlalaga um endurgjald og auglýsingamarkmið hafi verið litið til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins.Túlkun dómstólsins sé á þann veg að þótt greiðsla eða annað endurgjald sé ekki fyrir hendi útiloki það ekki þá ætlun fjölmiðlaveitu að þjóna auglýsingamarkmiðum Mátti vita af viðskiptaboðum Þá segir að Sýn hafi borið það fyrir sig að óheimilar hömlur væru lagðar á tjáningarfrelsifjölmiðlameð viðurlögum við dagskrárgerð sem hafi verið í fullu og eðlilegu samræmi við störf þeirra sem þar fjölluðu um daglegt líf sitt. Dómurinn hafi fallist á það með nefndinni að það yrði ekki talið brot gegn tjáningarfrelsi að gerðar séu kröfur um að viðskiptaboð skuli vera merkt, enda sé slíkt forsenda þess að almenningur geti gert sér grein fyrir því hvort um sé að ræða ritstjórnarefni eða viðskiptaboð. „Telja verður að stefnandi hafi, eins og hann hefur reyndar sjálfur bentá,einmitt vegna starfa áhrifavaldanna mátt gera ráð fyrir að fram kæmu viðskiptaboð í þáttunum.Hefði stefnanda því borið að gæta betur að því að auðkenna slík boð, óháð þvíhvort stefnandi sjálfur fengi endurgjald frá þeim aðilum sem hag höfðu af umfjölluninni eða ekki. Breytir að þessu leyti engu þótt örstutt hafi í tvígang í fimmta þætti birst skilaboð um að ekki væri um kostaða auglýsingu að ræða.“ Vísaði til þess að Rúv hafi ekki verið sektað Sýn vísaði meðal annars til máls Ríkisútvarpsins því til stuðnings að sektin væri óréttmæt eða úr hófi. Fjölmiðlanefnd sló á puttana á Rúv vegna auglýsinga á nikótínpúðum um mánuði áður en ákvörðun var tekin í máli Sýnar. Þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi verið talið brotlegt við fjölmiðlalög taldi Fjölmiðlanefnd ekki tilefni til að beita hlutafélagið opinbera stjórnvaldssekt. Þar var helst vísað til þess að um fyrsta brot Rúv á nýbreyttum reglum um auglýsingar á nikótínvörum. Þetta taldi Sýn brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Í dóminum segir að Sýn hafi ekki sýnt fram á að brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar með þeirri ákvörðun. Mál gegn Rúv, sem Sýn hafi vísað til að sektarheimild hafi ekki verið beitt í, sé ekki nægilega sambærilegt þessu máli. Þá þætti sektarfjárhæð hér ekki vera óhófleg. Því voru Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið sýknuð af öllum kröfum Sýnar. Þá var Sýn gert að greiða málskostnað gagnaðila, 500 þúsund krónur. Vísir er í eigu Sýnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira