Eftir jafnan fyrsta leikhluta var leikurinn mjög kaflaskiptur. Álftanes átti annan leikhluta en dæmið snerist við í síðara hálfleik og allt í einu voru Haukar með yfirhöndina. Á endanum reyndist Álftanes hins vegar sterkari aðilinn og vann mikilvægan útisigur.
Hjá heimamönnum bar Tyson Jolly af en hann skoraði 22 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Everage Lee Richardsson kom þar á eftir með 20 stig.
Hjá Álftanesi var Andrew Jones stigahæstur með 31 stig. Þar á eftir kom David Okeke með 15 stig ásamt því að taka 11 fráköst.
Álftanes hefur nú unnið þrjá leiki af sex ásamt KR og Hetti en liðin sitja í 7. til 9. sæti Bónus-deildarinnar. Haukar og ÍR eru hins vegar á botninum án sigurs.