Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2024 18:15 Kylian Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid og var ekki valinn í franska landsliðið þrátt fyrir að vilja taka þátt í verkefninu. Ian MacNicol/Getty Images Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, tilkynnti hópinn sem mun koma saman fyrir leiki gegn Ísrael og Ítalíu síðar í mánuðinum. Kylian Mbappé var ekki kallaður til, þrátt fyrir að vera heill heilsu. Mbappé tók ekki heldur þátt í síðasta landsliðsverkefni, leikjum gegn Ísrael og Belgíu í október, en hann sagðist þá vera að jafna sig af meiðslum og hafi ekki viljað taka neinar áhættur. Meðan landsliðsglugganum stóð fór hann í skemmtiferð til Svíþjóðar, hann var síðan kærður fyrir nauðgun. Deschamps segir þetta ákvörðun sem hann tók sjálfur, Mbappé hafi viljað vera með í verkefninu og þá hafi kæran sem hann stendur frammi fyrir ekki haft nein áhrif. Verklagsreglur franska knattspyrnusambandsins eru frábrugðnar hinu íslenska, þar sem leikmenn með kæru yfir höfði sér mega ekki þátt í verkefnum landsliðsins. „Ég hef rætt við hann, þetta er ákvörðun sem ég tók bara fyrir þessa tvo leiki. Ég tel þetta fyrir bestu og ætla ekki að ræða málið frekar en ég get sagt ykkur tvennt: Kylian vildi koma og þetta tengist ekkert hans málum utan vallar, þar sem hann er saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta er mín ákvörðun, ég ber ábyrgð á henni,“ sagði Deschamps í viðtali við RMC Sport. Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid, en hann gekk til liðs við spænska félagið frá PSG í heimalandinu í sumar. Hann hefur skorað átta mörk í fimmtán leikjum, en aðeins eitt mark í síðustu átta leikjum. Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mbappé tók ekki heldur þátt í síðasta landsliðsverkefni, leikjum gegn Ísrael og Belgíu í október, en hann sagðist þá vera að jafna sig af meiðslum og hafi ekki viljað taka neinar áhættur. Meðan landsliðsglugganum stóð fór hann í skemmtiferð til Svíþjóðar, hann var síðan kærður fyrir nauðgun. Deschamps segir þetta ákvörðun sem hann tók sjálfur, Mbappé hafi viljað vera með í verkefninu og þá hafi kæran sem hann stendur frammi fyrir ekki haft nein áhrif. Verklagsreglur franska knattspyrnusambandsins eru frábrugðnar hinu íslenska, þar sem leikmenn með kæru yfir höfði sér mega ekki þátt í verkefnum landsliðsins. „Ég hef rætt við hann, þetta er ákvörðun sem ég tók bara fyrir þessa tvo leiki. Ég tel þetta fyrir bestu og ætla ekki að ræða málið frekar en ég get sagt ykkur tvennt: Kylian vildi koma og þetta tengist ekkert hans málum utan vallar, þar sem hann er saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta er mín ákvörðun, ég ber ábyrgð á henni,“ sagði Deschamps í viðtali við RMC Sport. Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid, en hann gekk til liðs við spænska félagið frá PSG í heimalandinu í sumar. Hann hefur skorað átta mörk í fimmtán leikjum, en aðeins eitt mark í síðustu átta leikjum.
Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“