Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2024 14:38 Njáll Trausti Friðbertsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti. Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti.
Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira