Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 13. nóvember 2024 08:02 Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun