Handbolti

Bein út­sending: Arnar til­kynnir EM-hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Pólverja í tveimur vináttulandsleikjum í síðasta mánuði.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Pólverja í tveimur vináttulandsleikjum í síðasta mánuði. vísir/viktor freyr

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 verður kynntur.

Fundurinn hefst klukkan 14:00 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla.

Þetta er þriðja Evrópumótið sem Ísland tekur þátt á. Íslendingar voru einnig með á EM 2010 og 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×