Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 13. nóvember 2024 19:40 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira