Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:46 Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun