Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:49 Alexander Isak og Viktor Gyökeres fagna marki þess fyrnefnda í kvöld. Vísir/Getty Þjóðverjar voru heldur betur á skotskónum í Þjóðadeildinni í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Bosníu á heimavelli. Í Stokkhólmi voru stórstjörnur sænska liðsins einnig í stuði. Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1 Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54