Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson stýra þættinum og gestir verða Jón Gnarr, Snorri Másson, Davíð Þór Jónsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Ragna Sigurðardóttir, Sindri Geir Óskarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Ívar Orri Ómarsson.
Hvernig ætla flokkarnir að gera ungu fólki kleift að flytja að heiman? Mætti strætó ekki virka betur? Hvar standa frambjóðendur gagnvart áfengiskaupaaldri og veðmálasíðum? Við krefjum þau um skýr svör og látum líka reyna á kunnáttu þeirra. Hversu vel þekkja þau veruleika ungs fólks á Íslandi í dag?
Við lofum góðri skemmtun, miklu stuði og áleitnum spurningum. Það er beinlínis bannað að vera leiðinlegur í kvöld!