Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 16:24 Rósa Guðbjartsdóttir og Jónína Björk Óskarsdóttir eru jöfnunarþingmenn Suðvesturkjördæmis. vísir/hjalti Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08