Innlent

Vaktin: Halla fær for­menn flokkanna á sinn fund

Ritstjórn skrifar
Inga Sæland er fjórði formaðurinn sem hittir forsetann í dag.
Inga Sæland er fjórði formaðurinn sem hittir forsetann í dag. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun funda með þeim forystumönnum stjórnmálaflokka sem eignuðust fulltrúa á nýkjörnu Alþingi í dag. Fundirnir munu eiga sér stað á Bessastöðum þar sem forsetinn mun kanna hvernig landið liggur með það fyrir augum að veita einhverjum þeirra stjórnarmyndunarumboð.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er fyrst til að mæta til forsetans klukkan níu, en fréttastofa verður á staðnum til að taka formennina tali á tröppum Bessastaða.

Dagskrá forsetans er annars á þessa leið:

  • Kristrún Frostadóttir, Samfylking, klukkan 9:00
  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, klukkan 10:00
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn, klukkan 11:00
  • Inga Sæland, Flokki fólksins, klukkan 13:00
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokki, klukkan 14:00
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, klukkan 15:00

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan og sömuleiðis nýjustu tíðindum í vaktinni þar fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×