„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 17:23 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira