„Hér hvílir sannleikurinn“ Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 9. desember 2024 11:25 Myrkir atburðir á Vestfjörðum í upphafi 17. aldar eru efniviður nýjustu skáldsögu Jóns Kalman. Rebekka Sif Stefánsdóttir fjallar um nýjustu bók Jóns Kalman á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka hefur þetta að segja um bókina: Nýjasta verk Jóns Kalmans Stefánssonar er þykk söguleg skáldsaga þar sem ferðinni er heitið aftur til upphafs 17. aldar. Í byrjun aldar áttu sér stað hræðilegir atburðir á Vestfjörðum, Spánverjavígin svokölluðu, sem eru til umfjöllunar hér. Skáldsagan fjallar þó um miklu meira en bara þá atburði. Hún fjallar um mennskuna, ástina, ofbeldi, iðrun og mest af öllu um sannleikann. Rebekka Sif Stefánsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Í hringiðu þessa alls er presturinn séra Pétur sem ritar feikilangt bréf til viðtakanda sem er hulinn lesandanum í upphafi. Pétur rifjar upp dvöl sína á Meyjarhóli á Brúnasandi þar sem hann tók við prestdæmi og atburðina sem leiddu að vígunum hroðalegu. Hann er nokkuð lengi að koma sér að efninu, enda frá miklu að segja, og hans traustasti trúnaðarvinur, Dóróthea, bendir honum á að hann verði að segja alla sína sögu í bréfinu langa. Sterkur höfundartónn Þó að Jón Kalman sé hér á nýjum slóðum hvað varðar tíma þá er hann á kunnuglegum slóðum landfræðilega séð og hans feiknarsterki höfundartónn skín í gegn þó að málsniðið sé meira í takt við tímabil sögunnar. Það er séra Pétur og hans innri mónólógur sem leiðir lesandann í gegnum alla frásögnina. Hans hugleiðingar og siðfræði, hans brestir og mistök, halda lesandanum heilluðum. Þarna eru einnig fjöldinn allur af litlum frásögnum af örlögum fólks sem koma inn og út úr lífi Péturs sem snerta við lesandanum. Jón Kalmann er einkar lunkinn við að mála upp mynd af lífi og sálarkvölum persóna sem gegna í raun litlu hlutverki ef á heildina er litið. Ég fann djúpt til með persónum sem ég fékk aðeins að kynnast í einum stuttum kafla og örlög þeirra sitja jafnvel enn í mér. Pétur er veikur fyrir ástinni, hrífst heldur auðveldlega af konum en tekst ekki að finna konu sem er ógift og gæti orðið hans. Ástin er sterk í hjarta Péturs en það er líka hans nánasta fólk sem skiptir hann mestu máli, þar má nefna heimilisfólkið á Brúnasandi og fósturbörn. Það eru bæði kostir og gallar Péturs sem gera hann svona viðkunnanlegan ásamt réttsýni hans og þörf til að átta sig á heimi sem er að taka miklum breytingum. Hann er frekar mikill heimsmaður, lærði í Kaupmannahöfn og skrifast á við vini sína í Bretlandi og fær fréttir af nýjustu vísindunum í bréfum frá þeim. Hann er fróðleiksfús og forvitinn. Hér má lesa umfjöllunina í held sinni. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Segist vera orðinn of gamall Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 Sjá meira
Nýjasta verk Jóns Kalmans Stefánssonar er þykk söguleg skáldsaga þar sem ferðinni er heitið aftur til upphafs 17. aldar. Í byrjun aldar áttu sér stað hræðilegir atburðir á Vestfjörðum, Spánverjavígin svokölluðu, sem eru til umfjöllunar hér. Skáldsagan fjallar þó um miklu meira en bara þá atburði. Hún fjallar um mennskuna, ástina, ofbeldi, iðrun og mest af öllu um sannleikann. Rebekka Sif Stefánsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Í hringiðu þessa alls er presturinn séra Pétur sem ritar feikilangt bréf til viðtakanda sem er hulinn lesandanum í upphafi. Pétur rifjar upp dvöl sína á Meyjarhóli á Brúnasandi þar sem hann tók við prestdæmi og atburðina sem leiddu að vígunum hroðalegu. Hann er nokkuð lengi að koma sér að efninu, enda frá miklu að segja, og hans traustasti trúnaðarvinur, Dóróthea, bendir honum á að hann verði að segja alla sína sögu í bréfinu langa. Sterkur höfundartónn Þó að Jón Kalman sé hér á nýjum slóðum hvað varðar tíma þá er hann á kunnuglegum slóðum landfræðilega séð og hans feiknarsterki höfundartónn skín í gegn þó að málsniðið sé meira í takt við tímabil sögunnar. Það er séra Pétur og hans innri mónólógur sem leiðir lesandann í gegnum alla frásögnina. Hans hugleiðingar og siðfræði, hans brestir og mistök, halda lesandanum heilluðum. Þarna eru einnig fjöldinn allur af litlum frásögnum af örlögum fólks sem koma inn og út úr lífi Péturs sem snerta við lesandanum. Jón Kalmann er einkar lunkinn við að mála upp mynd af lífi og sálarkvölum persóna sem gegna í raun litlu hlutverki ef á heildina er litið. Ég fann djúpt til með persónum sem ég fékk aðeins að kynnast í einum stuttum kafla og örlög þeirra sitja jafnvel enn í mér. Pétur er veikur fyrir ástinni, hrífst heldur auðveldlega af konum en tekst ekki að finna konu sem er ógift og gæti orðið hans. Ástin er sterk í hjarta Péturs en það er líka hans nánasta fólk sem skiptir hann mestu máli, þar má nefna heimilisfólkið á Brúnasandi og fósturbörn. Það eru bæði kostir og gallar Péturs sem gera hann svona viðkunnanlegan ásamt réttsýni hans og þörf til að átta sig á heimi sem er að taka miklum breytingum. Hann er frekar mikill heimsmaður, lærði í Kaupmannahöfn og skrifast á við vini sína í Bretlandi og fær fréttir af nýjustu vísindunum í bréfum frá þeim. Hann er fróðleiksfús og forvitinn. Hér má lesa umfjöllunina í held sinni.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Segist vera orðinn of gamall Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 Sjá meira