Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. desember 2024 19:08 Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi. Vísir/Bjarni Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi. Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira