Að neðan má sjá ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar. Menningar- og viðskiptaráðuneytið verður lagt niður og verkefni þess færð á þrjú önnur ráðuneyti. Þannig fækkar ráðuneytum úr tólf í ellefu. Samfylkingin og Viðreisn fá fjögur ráðuneyti hvort, Flokkur fólksins þrjú og Þórunn Sveinbjarnadóttir úr Samfylkingunni verður forseti Alþingis.
- Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.
- Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
- Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
- Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
- Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra.
- Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
- Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
- Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra.
- Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Stefnuyfirlýsingu formannanna má sjá í fréttinni hér að neðan.