Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. desember 2024 23:58 Beðið fyrir Palestínumönnum sem létust í loftárásum Ísraela í nótt. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja átján hafa látið lífið í árásum í dag. AP Ísraelsher handtók meira en 240 Palestínumenn er hann gerði áhlaup á sjúkrahús í Gasa í gær. Forstjóri og tugir starfsmanna sjúkrahússins eru sagðir í haldi Ísraela eftir áhlaupið. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Þau lýstu yfir áhyggjum af Hussam Abu Safiya, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins, eftir að starfsmenn sem látnir hafa verið lausir sögðu hann hafa orðið fyrir ofbeldi í haldi Ísraela. Ísraelsher grunar þá sem enn eru í haldi um að vera vígamenn Hamas, og að í sjúkrahúsinu sé stjórnstöð vegna aðgerða samtakanna. Hamas hafnaði ásökununum í gær og sagði enga vígamenn hafa dvalið í sjúkrahúsinu. Í yfirlýsingu sem Hamas birti í dag var gert ákall til Sameinuðu þjóðanna um að grípa inn í og vernda þau sjúkrahús sem eftir standa á Gasa. Þá kölluðu samtökin eftir því að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir á sjúkrahúsin til að sannreyna staðhæfingar Hamas um að vígamenn samtakanna starfi ekki innan þeirra. WHO verulega áhyggjufull Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birti færslu á X þar sem kemur fram að eftir áhlaupið hafi sjúkrahúsinu, sem var eina starfrækta heilbrigðisstofnunin í Norðurhluta Gasa, verið lokað. Hermenn Ísraelshers hafi kveikt í og eyðilagt nokkrar mikilvægustu deildir sjúkrahússins. Sjúklingar hafi þurft að rýma sjúkrahúsið þegar áhlaupið var gert og verið færðir á sjúkrahús sem búið er að eyðileggja. Stofnunin hafi verulegar áhyggjur af öryggi þeirra. Um sextíu heilbrigðisstarfsmenn og 25 sjúklingar hafi verið eftir á Kamal Adwan sjúkrahúsinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að 350 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn hafi rýmt sjúkrahúsið fyrir aðgerðina og að 95 hafi verið færðir yfir á hitt sjúkrahúsið meðan á henni stóð. Rýmingarnar hafi verið framkvæmdar í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Þau lýstu yfir áhyggjum af Hussam Abu Safiya, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins, eftir að starfsmenn sem látnir hafa verið lausir sögðu hann hafa orðið fyrir ofbeldi í haldi Ísraela. Ísraelsher grunar þá sem enn eru í haldi um að vera vígamenn Hamas, og að í sjúkrahúsinu sé stjórnstöð vegna aðgerða samtakanna. Hamas hafnaði ásökununum í gær og sagði enga vígamenn hafa dvalið í sjúkrahúsinu. Í yfirlýsingu sem Hamas birti í dag var gert ákall til Sameinuðu þjóðanna um að grípa inn í og vernda þau sjúkrahús sem eftir standa á Gasa. Þá kölluðu samtökin eftir því að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir á sjúkrahúsin til að sannreyna staðhæfingar Hamas um að vígamenn samtakanna starfi ekki innan þeirra. WHO verulega áhyggjufull Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birti færslu á X þar sem kemur fram að eftir áhlaupið hafi sjúkrahúsinu, sem var eina starfrækta heilbrigðisstofnunin í Norðurhluta Gasa, verið lokað. Hermenn Ísraelshers hafi kveikt í og eyðilagt nokkrar mikilvægustu deildir sjúkrahússins. Sjúklingar hafi þurft að rýma sjúkrahúsið þegar áhlaupið var gert og verið færðir á sjúkrahús sem búið er að eyðileggja. Stofnunin hafi verulegar áhyggjur af öryggi þeirra. Um sextíu heilbrigðisstarfsmenn og 25 sjúklingar hafi verið eftir á Kamal Adwan sjúkrahúsinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að 350 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn hafi rýmt sjúkrahúsið fyrir aðgerðina og að 95 hafi verið færðir yfir á hitt sjúkrahúsið meðan á henni stóð. Rýmingarnar hafi verið framkvæmdar í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira