Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 07:50 Það hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. Vísir/Lovísa Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. „Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin Veður Áramót Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
„Það er snjókomubakki sem er yfir núna ætti með morgninum að fara austur fyrir og meira yfir á suðurlandið,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Þegar líða tekur á morguninn ætti að hætta að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en færist þá austur á bogin og tekur að snjóa á Suður- og Suðausturlandi. „Síðan snýr hann eiginlega við þannig að í fyrramálið gæti snjóað eitthvað aftur hérna en síðan þegar líður á morgundaginn þá ætti nú að stytta upp og á áramótunum ætti að vera bjart og kalt veður,” segir Birgir um útlitið framundan á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg eða breytileg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verður um landið, stöku él fyrir norðan og allvíða snjókoma með köflum, einkum sunnanlands. Birgir á hvergi von á neitt sérstaklega vondu veðri á landinu um áramótin en þó gæti verið nokkur strekkingur austast til á landinu en yfirleitt kalt en nokkuð meinlaust veður. Víða hálka og snjóþekja á vegum Þótt ekki séu veðurviðvaranir í gildi sem stendur gæti veður haft einhver áhrif á færð um landið. „Það er að koma greinilega úr þessu í dag einhver snjóhret á suðurhluta landsins. En í kvöld fer aðeins að blása þannig það er spurning á fjallvegum hvort að skafrenningur valdi einhverjum vandræðum. En á morgun dregur úr vindi þannig ef að það verða einhver vandræði þá væri það helst í kvöld og í fyrramálið,“ segir Birgir. „Það verður ekkert slæmt svo sem en það er kominn léttur snjór og það þarf ekkert endilega mikinn vind til þess að hann fari af stað.” Samkvæmt Vegagerðinni er sem stendur víða hálka á vegum, og sums staðar þæfingur eða þungfært. Snjóþekja er einnig á vegum hér og þar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Óþekkt ástand er jafnframt víða á vegum, einkum norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum. Uppfært kl. 09:05: Vegagerðin vekur athygli á ábendingu frá veðurfræðingi um að talsverður lausasnjór er nú á Vesturlandi. „Með deginum tekur að blása af norðaustri og þá skafrenningur og blinda. Hætt er við að vegir teppist. Einkum á það við um leiðir vestur á Snæfellsnes og í Dali. En einnig í Borgarfirði, s.s. í Melasveit og undir Hafnarfjalli í eftirmiðdaginn, þar sem vindur nær sér upp við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni frá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Svona var útlitið hvað snýr að færð á vegum á áttunda tímanum í morgun samkvæmt korti Vegagerðarinnar.skjáskot/Vegagerðin
Veður Áramót Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira