Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:31 Ásgeir Erlendsson er samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar. AÐSEND Forgangsröðun á eftirliti með sæstrengjum hjá Landhelgisgæslunni kemur ekki til með að breytast eftir mögulegt skemmdarverk í Finnlandi. Samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar segir að hægt sé að halda uppi öflugasta eftirliti með lögsögu Íslands í áratugi. Það velti hins vegar allt á fjármögnun stjórnvalda. Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir. Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir.
Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira