Jón Steindór aðstoðar Daða Má Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:09 Jón Steindór Valdimarsson hóf störf sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra í dag. Hann er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira