Jón Steindór aðstoðar Daða Má Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:09 Jón Steindór Valdimarsson hóf störf sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra í dag. Hann er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Steindór í samtali við Vísi en hann kveðst spenntur fyrir að takast á við verkefnin framundan í nýju starfi sem aðstoðarmaður ráðherra. „Ég held að ég sé búinn að vera hérna samtals í fjóra klukkutíma. Ég er mjög spenntur, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér, að fallast á tillögu Daða um að aðstoða hann hér,“ segir Jón Steindór. Hann og Daði Már þekkjast vel og hafa unnið mikið og náið saman á vettvangi stjórnmálanna í gegnum flokksstarf Viðreisnar. „Við Daði erum búnir að vinna talsvert saman. Okkar samstarf nær aftur til 2015 en við komum saman að því að stofna Viðreisn á sínum tíma og við höfum verið talsvert að vinna saman í málefnastarfi og stefnumótun fyrir flokksins,“ segir Jón Steindór. „Við þekkjumst mjög vel.“ Evrópusinni með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Í æviágripum á vef Alþingis kemur meðal annars fram að Jón Steindór hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, þá sem lögfræðingur árið 1985 en síðan hefur hann gegnt ýmsum fjölbreyttum störfum á vettvangi fjármála- og efnahagslífs. Hann var alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi 2016 til 2021. „Ég hef alls konar reynslu bæði úr atvinnulífi og síðan auðvitað á þinginu og hef verið í stjórnum fjármálafyrirtækja og þess háttar þannig ég hef ekki trú á öðru en að ég geti hjálpað eitthvað til,“ segir Jón Steindór. Hann er jafnframt formaður Evrópuhreyfingarinnar sem stofnuð var árið 2022 og tók yfir Já Ísland og Evrópusamtökin. Hann var formaður Já Ísland! frá 2009 til 2016 en samtökin tala fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira