Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2025 11:43 Fólk streymir eflaust í brekkurnar á Hlíðafjalli um helgina. Til stendur að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Gangi allt eftir verður opið frá tíu til þrjú. vísir/tryggvi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum. Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum.
Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira