Innlent

Jakob Birgis­son og Þór­ólfur Heiðar að­stoðar­menn Þor­bjargar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar munu starfa saman sem aðstoðarmenn dómsmálaráðherra.
Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar munu starfa saman sem aðstoðarmenn dómsmálaráðherra. Samsett

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ráðið Jakob Birgisson, uppistandara og Þórólf Heiðar Þorsteinsson, lögfræðing, sem aðstoðarmenn sína.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Jakob Birgisson hefur starfað sem uppistandari en einnig við texta- og hugmyndavinnu hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Þá hefur hann einngi starfað í útvarpi og sjónvarpi. Jakob er giftur Sólveigu Einarsdóttur og eiga þau saman tvær dætur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2018.

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson hefur starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2022 og þar áður sem lögfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins og BB//Fjeldco. Hann lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2007 og hlaut lögmannsréttindi árið 2010.

Þórólfur er giftur Kristínu Evu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn.

Báðir hafa nú þegar hafið störf hjá ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×