Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2025 14:51 Ekki er hægt að segja að þjóðin hafi tekið því fálega að fá tækifæri til að tjá sig um opinberan rekstur. Kristrún og hennar fólk í forsætisráðuneytinu hefur úr fjölmörgum tillögum að moða. Hér er Kristrún hugsi fyrir fund með ríkisstjórninni á Þingvöllum í morgun. Vísir/RAX Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. Tillögum bókstaflega snjóar inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún auglýsti, í nafni samráðs við þjóðina, eftir sparnaðarráðum. Þegar þetta er ritað eru tillögurnar komnar vel yfir tólf hundruð. Meðal þess sem helst er nefnt er að leggja niður RÚV, loka sendiráðum og þá virðast styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna sjálfra vera mörgum þyrnir í augum. Þá vilja margir að hið opinbera hætti snarlega að veita áfengi í móttökum og veislum. Popúlískir leikþættir? Þó fjöldinn taki þessu tilboði til tjáningar fagnandi er víst að nokkrir hafa enga trú á þessu uppátæki nýrrar ríkisstjórnar, það er að kalla eftir sparnaðarráðum frá fólkinu sjálfu. Bjarni Jónsson spyr: „Bíddu ertu ekki með plan?“ Þorsteinn Kristjánsson fer ekki eins fínt í það þegar hann splæsir í sparnaðarráð: „Sleppa því að efna til svona popúlískra leikþátta og spara þá fjármuni sem fara í að láta starfsfólk yfirfara væntanlega mestmegnis ónothæfar tillögur og sinna frekar starfinu ykkar sem þið eruð kjörin til að sinna fyrir hönd kjósenda. Þið eruð með plan, þetta er ekki okkar verkefni heldur ykkar.“ En fæstir sem leggja orð í belg eru svona tortryggnir. Í um helmingi tilvika hafa þeir sem svara kallinu valið að sýna ekki umsögn sína. En hvað er fólki efst í huga? Túlkaþjónusta er eitur í beinum margra Hér er nefnt atriði sem gæti komið mörgum manninum á óvart en engu að síður er um eindregin tilmæli að ræða: „Hætta að borga túlkaþjónustu eftir ákveðinn tíma (t.d. 5 ár) fyrir fólk sem flyst hingað til Íslands. Fólk sem talar ekki íslensku fær ókeypis túlkaþjónustu t.d. á Landspítala og Heilsugæslunni þótt það sé búið að búa hér í fleiri ár,“ segir Guðrún Ósk Þrastardóttir. Það kemur nokkuð á óvart en fjölmargir sjá ofsjónum yfir þeim fjármunum sem ríkið ver í túlkunarþjónustu.vísir/vilhelm Guðrún hefur heyrt að til dæmis í Danmörku fái fólk þessa þjónustu í eitt ár. Eftir það borgar það sjálft fyrir túlk. Þórný Alda Kristjánsdóttir er á sama máli: „Þegar erlendir flytjast til landsins, fái þeir 2 ár til að læra íslensku. Túlkaþjónusta í boði fyrstu 2 árin. Annars á kostnað viðkomandi aðila,“ segir Þórný sem telur að enska sem tungumál númer tvö eigi ekki að vera í boði. Og Helga Jóhannesdóttir er einnig þar stödd í sínu sparnaðarráði: „Hætta að láta ríkið borga túlkaþjónustu fyrir útlendinga sem búin eru að búa á Íslandi í meira en 3-5 ár. Ef fólk getur ekki bjargað sér sjálft eftir þann tíma ætti það sjálft að borga túlkaþjónustu.“ Og þannig má áfram telja. RÚV fær á baukinn Ríkisútvarpið er þeim sem leggja orð í belg ofarlega í huga og eru ýmsar útfærslur á sparnaðarráðum þegar kemur að ríkismiðlinum. Hallþór Jökull Hákonarson telur að spara megi margar milljónir á ári hverju með því að leggja alfarið niður fréttaskrif stofnunarinnar á pólsku og ensku. „Ekki er forsvaranlegt að Rúv sé að halda úti fréttamennsku á tungumálum sem ekki eru opinber á Íslandi á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Þar að auki letur þetta innflytjendur við að læra íslenska tungu og sendir út þau skilaboð til innflytjenda að ekki sé gerð krafa um að þeir aðlagi sig að íslensku samfélagi.“ Það er lágskýjað yfir RÚV ef marka má sparnaðartillögur þjóðarinnar.vísir/vilhelm Tillögurnar eru af öllum stærðum og gerðum og er mismikið lagt í þær. Harry Sampsted segir einfaldlega: „Taka RÚV af fjárlögum, eða loka því.“ Og Ágúst Valgarð Ólafsson segir rekstur RÚV kostaða 5,6 milljarða árið 2023. „Einkareknir fjölmiðlar og fleiri hafa sýnt að menning og listir finna sér farveg. Það er ekki nauðsynlegt að hafa RÚV. Ég legg til að við einfaldlega leggjum RÚV niður. Þetta myndi einnig spýta nýju lífi í fjölbreytta flóru fjölmiðla þar sem RÚV myndi þannig fara af auglýsingamarkaði. Fjarlægjum þannig ríkið af vettvangi.“ Niður með ráðherrabílana Fjölmargar aðrar tillögur hafa litið dagsins ljós sem lúta að þessu. Margir eru þeirrar skoðunar að ráðamenn eigi að líta sér nær. Marinó Hafnfjörð Þórisson vill leggja niður ráðherrabíla. „Því kostnaðurinn í kringum þá er svo mikill að ég tali nú ekki um verðmiðana á hverjum bíl í innkaupum.“ Fólk telur rándýra ráðherrabílana og einkabílstjórana algjöra sóun.vísir/vilhelm Bjarney Þórarinsdóttir er með tillögu í nokkrum liðum þar sem hún nefnir þetta meðal annars: „Spara í rekstri ráðuneyta, aðstoðarmenn, bifreiðar, leigja frekar bifreiðar. Af hverju bílstjórar?“ Og þegar ráðherrabílarnir og einkabílstjórarnir hafa verið nefndir er stutt í aðstoðarmennina. „Að ráðherrar hafi einn aðstoðarmann, ég skil ekki af hverju ráðherra þarf tvo eða fleiri aðstoðarmenn,“ segir Sólveig Straumfjörð Kristjánsdóttir. Og eru margir á sama máli. Sendiráðin mega missa sig Margir telja að belgingurinn í Íslendingum sé allt of mikill og í því samhengi eru sendiráðin nefnd. Þau mega að margra mati vera færri. Petra Sif Sigmarsdóttir er á því: „Fækka/sameina sendiráð. Ég tel að það megi nýta tæknina þar betur árið 2024 og við ættum að spara i þessum hluta og óþarfi sé að hafa öll þessi sendiráð, með tilheyrandi kostnaði.“ Ólafur Örn Ólafsson er með tillögu í nokkrum liðum og hann leggur til að sendiráð Ísland í Afríku og í öðrum löndum þar sem Íslendingar hafi ekkert að gera með sendiráð verði lögð niður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði niður sendiráð Íslands í Moskvu. Árni Sigurðsson sendiherra kveður ráðherrabústaðinn. Það mætti gera meira af þessu að mati þeirra sem vilja spara í rekstri hins opinbera.facebook Gísli Jafetsson er sammála þessu, ásamt mörgum öðrum. Hann segir að um sé að ræða peningana okkar allra: „fækkum sendiráðum - gerum út frá Íslandi. Stoppum bruðl í opinberum rekstri og byggingum - kaupum íslenskt í ráðuneytin.“ Og að endingu, í tengslum við sendiráðin, má nefna Hallgrím Gíslason sem kemur með tillögu í nokkrum liðum og hann spyr einfaldlega hvort ekki megi samnýta sendráð með öðrum Norðurlöndum? Burt með búsið Á óvart kemur hversu áfengisneysla á opinberum vettvangi er mörgum ofarlega í huga. Ingunn Stefanía Svavarsdóttir nefnir nokkur atriði og meðal annars þetta: „Sleppa því að veita áfengi í opinberum veislum og/eða móttökum! Áfengi er bæði gamaldags, óheilsusamlegt og ekki “inn”.“ Ingunn vill því hætta að veita áfengi í veislum og móttökum á vegum hins opinbera - líka erlendis! „Óáfengir drykkir eru bæði ódýrari heilsusamlegri og svo bragðast þeir prýðilega!“ Fjölmargir nefna að þeir vilji að hætt verði að veita áfengi í opinberum mótttökum. Þá eru ýmir sem vilja að skattar verði hækkaðir á áfengi.vísir/vilhelm Þessu er Bjarki Hólmgeir Halldórsson, sem er einn þeirra sem býður upp á mörg sparnaðarráð, hjartanlega sammála: „Hætta að bjóða upp á áfengi í veislum eða viðburðum á vegum ríkisins.“ Og eitt dæmi af mörgum sem nefnt er af þessu tagi kemur frá Steinunni Þorleifsdóttur sem vill banna áfengiskaup í heild sinni. „Hætta óhóflegum veitingum við viðburði,“ segir Steinunn. Hún vill takmarka verulega fundahöld á veitingastöðum þar sem fundaaðilar borða til dæmis í hádegi dýrustu rétti margra rétta matseðla með tilheyrandi vínkaupum. „Og senda svo reikningana á ráðuneytin/ríkið.“ Steinunn vill algerlega taka fyrir þetta enda sé hádegi miður vinnudagur flestra og í því sambandi mætti takmarka leigubílanotkun starfsmanna ríkisins. Hækkum skatta og gjöld Hinir fjölmörgu sem leggja til ráð líta ekki einungis til sparnaðar heldur einnig til tekjuaukningar. Og þar er vinsælt að vilja hækka skatta á áfengi og sykur. Baldvin Kári Kristjánsson heildar lesendum með virtum og býður upp á tillögur í mörgum liðum. Hann vill hækka skatta á áfengi. „Skattahækkun á áfengi hefur leitt til þess að fólk neyti minna af áfengi sem leiðir til minnkunar á lífstílssjúkdómum sem fylgja áfengisneyslu,“ segir Baldvin Kári og nefnir heimildir til sögunnar. Samhliða ýmsum sparnaðarráðum sem til falla sjá ýmsir sér leik á borði og benda á það hvernig ríkið geti náð inn aurum í kassann. Þar horfa menn til neyslustýringar á áfengi og sykri, meðal annars.vísir/vilhelm Ýmsir nefna að gefa eigi áfengissölu frjálsa en Vignir Sveinsson er því ósammála: „Stöðva netsölu áfengis svo tekjur af slíkri sölu renni í ríkissjóð en ekki í vasa einstaklinga.“ Og Sigurður Þengilsson sé tækifæri í þessu einnig: „Hækka álögur og skatta á óþarfa hluti og óhollustu. Vín, tóbak, sykur og lúxus bifreiðar,“ segir Sigurður í nokkurra liða tillögum sínum. Danfríður Kristín Árnadóttir er þessu sammála: „Ég legg til að Sykurskattur verði tekinn til skoðunar. Lýðheilsa og heilbrigði í fyrirrúmi.“ Hvað svo? Margir eru á þessu máli þó það sé nefnt að sykurskattur leggist helst á herðar þeirra sem hafa minnst milli handanna. Hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum atriðum af handahófi, tillögurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Og það verður að segjast að þær eru misvel grundaðar en þær segja sína sögu um þjóðarsálina. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur heldur betur úr sparnaðartillögunum að moða og er verk fyrir höndum að vinsa úr það nýtilega úr flóði tillagna sem þegar hafa borist.vísir/vilhelm Tillögurnar má finna í heild sinni hér en þar bætist jafnt og þétt við og verður væntanlega svo til 23. janúar þegar lokað verður fyrir frekari tillögur. Eitt er víst að þjóðin hefur tekið fagnandi þeim möguleika á að tjá sig um hvað það hvernig valdhafar halda á málum. Nú er bara spurningin hvað Kristrún ætlar að gera með þetta flóð hugmynda? Hún hefur tilkynnt að sérstakur starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins fari yfir allar ábendingar og heitið því að niðurstöðurnar verði nýttar við að ná fram umbótum í ríkisrekstri. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira
Tillögum bókstaflega snjóar inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún auglýsti, í nafni samráðs við þjóðina, eftir sparnaðarráðum. Þegar þetta er ritað eru tillögurnar komnar vel yfir tólf hundruð. Meðal þess sem helst er nefnt er að leggja niður RÚV, loka sendiráðum og þá virðast styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna sjálfra vera mörgum þyrnir í augum. Þá vilja margir að hið opinbera hætti snarlega að veita áfengi í móttökum og veislum. Popúlískir leikþættir? Þó fjöldinn taki þessu tilboði til tjáningar fagnandi er víst að nokkrir hafa enga trú á þessu uppátæki nýrrar ríkisstjórnar, það er að kalla eftir sparnaðarráðum frá fólkinu sjálfu. Bjarni Jónsson spyr: „Bíddu ertu ekki með plan?“ Þorsteinn Kristjánsson fer ekki eins fínt í það þegar hann splæsir í sparnaðarráð: „Sleppa því að efna til svona popúlískra leikþátta og spara þá fjármuni sem fara í að láta starfsfólk yfirfara væntanlega mestmegnis ónothæfar tillögur og sinna frekar starfinu ykkar sem þið eruð kjörin til að sinna fyrir hönd kjósenda. Þið eruð með plan, þetta er ekki okkar verkefni heldur ykkar.“ En fæstir sem leggja orð í belg eru svona tortryggnir. Í um helmingi tilvika hafa þeir sem svara kallinu valið að sýna ekki umsögn sína. En hvað er fólki efst í huga? Túlkaþjónusta er eitur í beinum margra Hér er nefnt atriði sem gæti komið mörgum manninum á óvart en engu að síður er um eindregin tilmæli að ræða: „Hætta að borga túlkaþjónustu eftir ákveðinn tíma (t.d. 5 ár) fyrir fólk sem flyst hingað til Íslands. Fólk sem talar ekki íslensku fær ókeypis túlkaþjónustu t.d. á Landspítala og Heilsugæslunni þótt það sé búið að búa hér í fleiri ár,“ segir Guðrún Ósk Þrastardóttir. Það kemur nokkuð á óvart en fjölmargir sjá ofsjónum yfir þeim fjármunum sem ríkið ver í túlkunarþjónustu.vísir/vilhelm Guðrún hefur heyrt að til dæmis í Danmörku fái fólk þessa þjónustu í eitt ár. Eftir það borgar það sjálft fyrir túlk. Þórný Alda Kristjánsdóttir er á sama máli: „Þegar erlendir flytjast til landsins, fái þeir 2 ár til að læra íslensku. Túlkaþjónusta í boði fyrstu 2 árin. Annars á kostnað viðkomandi aðila,“ segir Þórný sem telur að enska sem tungumál númer tvö eigi ekki að vera í boði. Og Helga Jóhannesdóttir er einnig þar stödd í sínu sparnaðarráði: „Hætta að láta ríkið borga túlkaþjónustu fyrir útlendinga sem búin eru að búa á Íslandi í meira en 3-5 ár. Ef fólk getur ekki bjargað sér sjálft eftir þann tíma ætti það sjálft að borga túlkaþjónustu.“ Og þannig má áfram telja. RÚV fær á baukinn Ríkisútvarpið er þeim sem leggja orð í belg ofarlega í huga og eru ýmsar útfærslur á sparnaðarráðum þegar kemur að ríkismiðlinum. Hallþór Jökull Hákonarson telur að spara megi margar milljónir á ári hverju með því að leggja alfarið niður fréttaskrif stofnunarinnar á pólsku og ensku. „Ekki er forsvaranlegt að Rúv sé að halda úti fréttamennsku á tungumálum sem ekki eru opinber á Íslandi á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Þar að auki letur þetta innflytjendur við að læra íslenska tungu og sendir út þau skilaboð til innflytjenda að ekki sé gerð krafa um að þeir aðlagi sig að íslensku samfélagi.“ Það er lágskýjað yfir RÚV ef marka má sparnaðartillögur þjóðarinnar.vísir/vilhelm Tillögurnar eru af öllum stærðum og gerðum og er mismikið lagt í þær. Harry Sampsted segir einfaldlega: „Taka RÚV af fjárlögum, eða loka því.“ Og Ágúst Valgarð Ólafsson segir rekstur RÚV kostaða 5,6 milljarða árið 2023. „Einkareknir fjölmiðlar og fleiri hafa sýnt að menning og listir finna sér farveg. Það er ekki nauðsynlegt að hafa RÚV. Ég legg til að við einfaldlega leggjum RÚV niður. Þetta myndi einnig spýta nýju lífi í fjölbreytta flóru fjölmiðla þar sem RÚV myndi þannig fara af auglýsingamarkaði. Fjarlægjum þannig ríkið af vettvangi.“ Niður með ráðherrabílana Fjölmargar aðrar tillögur hafa litið dagsins ljós sem lúta að þessu. Margir eru þeirrar skoðunar að ráðamenn eigi að líta sér nær. Marinó Hafnfjörð Þórisson vill leggja niður ráðherrabíla. „Því kostnaðurinn í kringum þá er svo mikill að ég tali nú ekki um verðmiðana á hverjum bíl í innkaupum.“ Fólk telur rándýra ráðherrabílana og einkabílstjórana algjöra sóun.vísir/vilhelm Bjarney Þórarinsdóttir er með tillögu í nokkrum liðum þar sem hún nefnir þetta meðal annars: „Spara í rekstri ráðuneyta, aðstoðarmenn, bifreiðar, leigja frekar bifreiðar. Af hverju bílstjórar?“ Og þegar ráðherrabílarnir og einkabílstjórarnir hafa verið nefndir er stutt í aðstoðarmennina. „Að ráðherrar hafi einn aðstoðarmann, ég skil ekki af hverju ráðherra þarf tvo eða fleiri aðstoðarmenn,“ segir Sólveig Straumfjörð Kristjánsdóttir. Og eru margir á sama máli. Sendiráðin mega missa sig Margir telja að belgingurinn í Íslendingum sé allt of mikill og í því samhengi eru sendiráðin nefnd. Þau mega að margra mati vera færri. Petra Sif Sigmarsdóttir er á því: „Fækka/sameina sendiráð. Ég tel að það megi nýta tæknina þar betur árið 2024 og við ættum að spara i þessum hluta og óþarfi sé að hafa öll þessi sendiráð, með tilheyrandi kostnaði.“ Ólafur Örn Ólafsson er með tillögu í nokkrum liðum og hann leggur til að sendiráð Ísland í Afríku og í öðrum löndum þar sem Íslendingar hafi ekkert að gera með sendiráð verði lögð niður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði niður sendiráð Íslands í Moskvu. Árni Sigurðsson sendiherra kveður ráðherrabústaðinn. Það mætti gera meira af þessu að mati þeirra sem vilja spara í rekstri hins opinbera.facebook Gísli Jafetsson er sammála þessu, ásamt mörgum öðrum. Hann segir að um sé að ræða peningana okkar allra: „fækkum sendiráðum - gerum út frá Íslandi. Stoppum bruðl í opinberum rekstri og byggingum - kaupum íslenskt í ráðuneytin.“ Og að endingu, í tengslum við sendiráðin, má nefna Hallgrím Gíslason sem kemur með tillögu í nokkrum liðum og hann spyr einfaldlega hvort ekki megi samnýta sendráð með öðrum Norðurlöndum? Burt með búsið Á óvart kemur hversu áfengisneysla á opinberum vettvangi er mörgum ofarlega í huga. Ingunn Stefanía Svavarsdóttir nefnir nokkur atriði og meðal annars þetta: „Sleppa því að veita áfengi í opinberum veislum og/eða móttökum! Áfengi er bæði gamaldags, óheilsusamlegt og ekki “inn”.“ Ingunn vill því hætta að veita áfengi í veislum og móttökum á vegum hins opinbera - líka erlendis! „Óáfengir drykkir eru bæði ódýrari heilsusamlegri og svo bragðast þeir prýðilega!“ Fjölmargir nefna að þeir vilji að hætt verði að veita áfengi í opinberum mótttökum. Þá eru ýmir sem vilja að skattar verði hækkaðir á áfengi.vísir/vilhelm Þessu er Bjarki Hólmgeir Halldórsson, sem er einn þeirra sem býður upp á mörg sparnaðarráð, hjartanlega sammála: „Hætta að bjóða upp á áfengi í veislum eða viðburðum á vegum ríkisins.“ Og eitt dæmi af mörgum sem nefnt er af þessu tagi kemur frá Steinunni Þorleifsdóttur sem vill banna áfengiskaup í heild sinni. „Hætta óhóflegum veitingum við viðburði,“ segir Steinunn. Hún vill takmarka verulega fundahöld á veitingastöðum þar sem fundaaðilar borða til dæmis í hádegi dýrustu rétti margra rétta matseðla með tilheyrandi vínkaupum. „Og senda svo reikningana á ráðuneytin/ríkið.“ Steinunn vill algerlega taka fyrir þetta enda sé hádegi miður vinnudagur flestra og í því sambandi mætti takmarka leigubílanotkun starfsmanna ríkisins. Hækkum skatta og gjöld Hinir fjölmörgu sem leggja til ráð líta ekki einungis til sparnaðar heldur einnig til tekjuaukningar. Og þar er vinsælt að vilja hækka skatta á áfengi og sykur. Baldvin Kári Kristjánsson heildar lesendum með virtum og býður upp á tillögur í mörgum liðum. Hann vill hækka skatta á áfengi. „Skattahækkun á áfengi hefur leitt til þess að fólk neyti minna af áfengi sem leiðir til minnkunar á lífstílssjúkdómum sem fylgja áfengisneyslu,“ segir Baldvin Kári og nefnir heimildir til sögunnar. Samhliða ýmsum sparnaðarráðum sem til falla sjá ýmsir sér leik á borði og benda á það hvernig ríkið geti náð inn aurum í kassann. Þar horfa menn til neyslustýringar á áfengi og sykri, meðal annars.vísir/vilhelm Ýmsir nefna að gefa eigi áfengissölu frjálsa en Vignir Sveinsson er því ósammála: „Stöðva netsölu áfengis svo tekjur af slíkri sölu renni í ríkissjóð en ekki í vasa einstaklinga.“ Og Sigurður Þengilsson sé tækifæri í þessu einnig: „Hækka álögur og skatta á óþarfa hluti og óhollustu. Vín, tóbak, sykur og lúxus bifreiðar,“ segir Sigurður í nokkurra liða tillögum sínum. Danfríður Kristín Árnadóttir er þessu sammála: „Ég legg til að Sykurskattur verði tekinn til skoðunar. Lýðheilsa og heilbrigði í fyrirrúmi.“ Hvað svo? Margir eru á þessu máli þó það sé nefnt að sykurskattur leggist helst á herðar þeirra sem hafa minnst milli handanna. Hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum atriðum af handahófi, tillögurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Og það verður að segjast að þær eru misvel grundaðar en þær segja sína sögu um þjóðarsálina. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur heldur betur úr sparnaðartillögunum að moða og er verk fyrir höndum að vinsa úr það nýtilega úr flóði tillagna sem þegar hafa borist.vísir/vilhelm Tillögurnar má finna í heild sinni hér en þar bætist jafnt og þétt við og verður væntanlega svo til 23. janúar þegar lokað verður fyrir frekari tillögur. Eitt er víst að þjóðin hefur tekið fagnandi þeim möguleika á að tjá sig um hvað það hvernig valdhafar halda á málum. Nú er bara spurningin hvað Kristrún ætlar að gera með þetta flóð hugmynda? Hún hefur tilkynnt að sérstakur starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins fari yfir allar ábendingar og heitið því að niðurstöðurnar verði nýttar við að ná fram umbótum í ríkisrekstri.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira