„Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 12:03 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er formaður Heimssýnar. Vísir/Vilhelm Formaður hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, segir glórulaust að fara í vegferð sem miðar að inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi komist til valda með því að ræða Evrópumálin sem minnst. Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur. Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira