Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 16:34 Íbúar við umdeilda ferlíkið mættu á fund borgarstjórnar í dag til að mótmæla vinnubrögðum borgarinnar. vísir/bjarni Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2a, Suður- Mjódd, þar sem hið umdeilda vöruhús Haga hefur valdið mikilli óánægju meðal íbúa. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Íbúar við vöruskemmuna mættu til að mótmæla á fundi borgarstjórnar. Þeir sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir í tilkynningu borgarinnar að mikilvægt sé að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. „Það er líka brýnt að horfa til framtíðar og koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ er haft eftir honum. „Þess vegna viljum við skoða málið ofan í kjölinn, greina hvar má gera betur í stjórnsýslunni og endurskoða feril skipulagsmála hjá borginni til að tryggja frekari gæði." Á dagskrá borgarstjórnar í dag voru tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a. Tillögurnar voru ræddar saman og að lokum samþykkt tillaga Sjálfstæðisflokks með viðbótum meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Lagt er til að innri endurskoðun borgarinnar taki tillit til: „1. Ákvarðanatökuferlisins í málinu. 2. Tímalínu málsins, frá upphafi til loka. 3. Regluverksins og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum. 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu skemmunnar. 5. Athugasemda íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum.“ Mikilvægt er sé að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Í samþykkt borgarinnar er sömuleiðis lagt til að Sömuleiðis er lagt til að hafin verði vinna við að endurskoða feril skipulagsmála innan borgarinnar til að unnin verði skuggavörp og samgöngumat við skipulagsgerð en tilefni sé til að gera frekari kröfur hvað varðar gæði og útfærslu mannvirkja sem og lóðarhönnunar. „Efla þarf áherslu á samspil mannvirkja við umhverfi sitt við breytingar á skipulagi ekki síður en við nýja skipulagsgerð. Fengin verði utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga utan borgarinnar í arkitektúr og borgarhönnun. Meðal verkefna verði að tryggja í ferlinu að fyrir hendi sé öryggisventill svo hægt sé að grípa inn í ef verkefni stefna fyrirsjáanlega í neikvæða átt eftir samþykkt skipulags.“ Sömuleiðis verði skoðuð aðferðafræði sem gangi út á að hönnun stærri verkefna sé komin lengra í ferlinu við deiliskipulagsgerð svo ekki sé verið að samþykkja skipulagsheimildir sem ófyrirsjáanlegt er hvernig spilast úr. „Skoðuð verði fordæmi og fyrirmyndir erlendis frá í þessu samhengi. Jafnframt er lagt til að auka strax gagnsæi skipulagsgagna með því að fara fram á það við deiliskipulagsvinnu umfram minniháttar breytingar að umfang og drög að ásýnd mannvirkis og samhengi þess við umhverfi sitt verði sett inn í þrívíddarmódel svo auðveldara sé að meta og skilja betur áhrif þess á nærumhverfið.“ Borgarstjórn Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Íbúar við vöruskemmuna mættu til að mótmæla á fundi borgarstjórnar. Þeir sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir í tilkynningu borgarinnar að mikilvægt sé að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. „Það er líka brýnt að horfa til framtíðar og koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ er haft eftir honum. „Þess vegna viljum við skoða málið ofan í kjölinn, greina hvar má gera betur í stjórnsýslunni og endurskoða feril skipulagsmála hjá borginni til að tryggja frekari gæði." Á dagskrá borgarstjórnar í dag voru tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu og tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli Álfabakka 2a. Tillögurnar voru ræddar saman og að lokum samþykkt tillaga Sjálfstæðisflokks með viðbótum meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Lagt er til að innri endurskoðun borgarinnar taki tillit til: „1. Ákvarðanatökuferlisins í málinu. 2. Tímalínu málsins, frá upphafi til loka. 3. Regluverksins og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum. 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu skemmunnar. 5. Athugasemda íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum.“ Mikilvægt er sé að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Í samþykkt borgarinnar er sömuleiðis lagt til að Sömuleiðis er lagt til að hafin verði vinna við að endurskoða feril skipulagsmála innan borgarinnar til að unnin verði skuggavörp og samgöngumat við skipulagsgerð en tilefni sé til að gera frekari kröfur hvað varðar gæði og útfærslu mannvirkja sem og lóðarhönnunar. „Efla þarf áherslu á samspil mannvirkja við umhverfi sitt við breytingar á skipulagi ekki síður en við nýja skipulagsgerð. Fengin verði utanaðkomandi aðstoð sérfræðinga utan borgarinnar í arkitektúr og borgarhönnun. Meðal verkefna verði að tryggja í ferlinu að fyrir hendi sé öryggisventill svo hægt sé að grípa inn í ef verkefni stefna fyrirsjáanlega í neikvæða átt eftir samþykkt skipulags.“ Sömuleiðis verði skoðuð aðferðafræði sem gangi út á að hönnun stærri verkefna sé komin lengra í ferlinu við deiliskipulagsgerð svo ekki sé verið að samþykkja skipulagsheimildir sem ófyrirsjáanlegt er hvernig spilast úr. „Skoðuð verði fordæmi og fyrirmyndir erlendis frá í þessu samhengi. Jafnframt er lagt til að auka strax gagnsæi skipulagsgagna með því að fara fram á það við deiliskipulagsvinnu umfram minniháttar breytingar að umfang og drög að ásýnd mannvirkis og samhengi þess við umhverfi sitt verði sett inn í þrívíddarmódel svo auðveldara sé að meta og skilja betur áhrif þess á nærumhverfið.“
Borgarstjórn Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira