Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 15:07 Dominic Solanke, Lucas Bergvall og Brennan Johnson fagna markinu sem braut ísinn en það var sjálfsmark. Getty/Michael Regan/ Tottenham þurfti aðstoð mótherja sinna til að brjóta ísinn í enska bikarnum í dag þrátt fyrir að vera að spila á móti liði 86 sætum neðar í töflunni. E-deildarliðið Tamworth sýndi hetjulega baráttu á móti stórliði Tottenham í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar en leikurinn var spilaður á litlum heimavelli Tamworth. Tottenham vann leikinn 3-0 en úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Lömbin er viðnefni Tamworth en lömbin þögnuðu ekki svo auðveldlega í dag. Á endanum var það sjálfsmark sem felldi lið Tamworth. Boltinn lak yfir marklínuna af Nathan Tshikuna á hundruðustu mínútu leiksins eftir að Jasbir Singh varði frá Brennan Johnson. Mjög slysalegt. Markið kom eftir aukaspyrnu sem Son Heung-min fiskaði en Kóreumaðurinn kom inn á völlinn í upphafi framlengingar. Tottenham bætti síðan við marki í seinni hluta framlengingarinnar og kláraði leikinn. Það bjuggust auðvitað flestir við miklum yfirburðum hjá enska úrvalsdeildarliðinu en leikmenn Tottenham komust lítið áleiðis gegn baráttuglöðum heimamönnum. Tamworth var búið að skapa sér sitt fyrsta færi eftir þrjátíu sekúndur og Tottenham fékk fá færi í fyrri hálfleiknum og þá helst í kringum James Maddison, sem var með fyrirliðabandið í dag. Tottenham skapaði sér meira í seinni hálfleiknum og þar á meðal fékk Timo Werner nokkur ágæt færi. Honum tókst ekki að skora ekki frekar en félögum hans. Á móti notuðu Tamworth tækifærið til að ógna Tottenham í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þeir fengu tvö færi í lok venjulegs leiktíma og voru næstum því búnir að stela sigrinum. Son og Dejan Kulusevski komu inn á í upphafi framlengingar og juku pressuna talsvert. Það endaði með því að boltinn lak yfir línuna. Dejan Kulusevski gulltryggði síðan sigurinn þegar hann fékk boltann í teignum og skoraði með góðu skoti. Brennan Johnson bætti síðan þriðja markinu við og úrslitin líta því mun betur út á blaði en raunin var. Fótbolti Enski boltinn
Tottenham þurfti aðstoð mótherja sinna til að brjóta ísinn í enska bikarnum í dag þrátt fyrir að vera að spila á móti liði 86 sætum neðar í töflunni. E-deildarliðið Tamworth sýndi hetjulega baráttu á móti stórliði Tottenham í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar en leikurinn var spilaður á litlum heimavelli Tamworth. Tottenham vann leikinn 3-0 en úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Lömbin er viðnefni Tamworth en lömbin þögnuðu ekki svo auðveldlega í dag. Á endanum var það sjálfsmark sem felldi lið Tamworth. Boltinn lak yfir marklínuna af Nathan Tshikuna á hundruðustu mínútu leiksins eftir að Jasbir Singh varði frá Brennan Johnson. Mjög slysalegt. Markið kom eftir aukaspyrnu sem Son Heung-min fiskaði en Kóreumaðurinn kom inn á völlinn í upphafi framlengingar. Tottenham bætti síðan við marki í seinni hluta framlengingarinnar og kláraði leikinn. Það bjuggust auðvitað flestir við miklum yfirburðum hjá enska úrvalsdeildarliðinu en leikmenn Tottenham komust lítið áleiðis gegn baráttuglöðum heimamönnum. Tamworth var búið að skapa sér sitt fyrsta færi eftir þrjátíu sekúndur og Tottenham fékk fá færi í fyrri hálfleiknum og þá helst í kringum James Maddison, sem var með fyrirliðabandið í dag. Tottenham skapaði sér meira í seinni hálfleiknum og þar á meðal fékk Timo Werner nokkur ágæt færi. Honum tókst ekki að skora ekki frekar en félögum hans. Á móti notuðu Tamworth tækifærið til að ógna Tottenham í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þeir fengu tvö færi í lok venjulegs leiktíma og voru næstum því búnir að stela sigrinum. Son og Dejan Kulusevski komu inn á í upphafi framlengingar og juku pressuna talsvert. Það endaði með því að boltinn lak yfir línuna. Dejan Kulusevski gulltryggði síðan sigurinn þegar hann fékk boltann í teignum og skoraði með góðu skoti. Brennan Johnson bætti síðan þriðja markinu við og úrslitin líta því mun betur út á blaði en raunin var.