Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Siggeir Ævarsson skrifar 16. janúar 2025 18:32 vísir/Anton KR bar sigur úr býtum gegn Þór Þorlákshöfn í miklum spennutrylli liðanna í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Vesturbænum 102-99 sigur KR. Liðin í miðri Bónus-deild karla, KR og Þór, mættust á Meistaravöllum í kvöld. Staða liðanna í deildinni gæti ekki verið mikið jafnari og leikurinn var einnig ansi jafn. Þórsarar virkuðu beittari sóknarlega í byrjun, settu niður fimm þrista í fyrsta leikhlutanum, alla eins hreina og hugsast getur, ekkert nema net. Þessir þristar fleyttu þeim örlítið framar en KR en skrautleg flautukarfa frá Jason Gigliotti þýddi að munurinn var aðeins sex stig eftir fyrsta leikhluta, 24-30. Heimamenn voru öllu líflegri sóknarlega í næsta leikhluta og virtust jafnvel ætla að taka leikinn yfir en Þórsarar voru aldrei langt undan og svöruðu áhlaupinu sem hafði komið KR yfir. Gestirnir náðu þó ekki að byggja upp mikið forskot og aftur kom skrautleg flautakarfa frá KR, í þetta skiptið frá Vlatko Granic og aðeins munaði tveimur stigum í hálfleik. Staðan 49-51 í hörkuspennandi leik. Það var engu líkara en liðin hefðu ákveðið að keyra upp hraðann í seinni hálfleik og minnti leikurinn á köflum á borðtennisleik þar sem liðið skoruðu hratt og skiptust á að komast yfir. Að lokum kom þó góður 8-0 kafli hjá KR sem virtist slá Þórsara aðeins út af laginu. KR-ingar skoruðu alls 33 stig í leikhlutanum og Veigar Áki kom muninum upp í ellefu stig áður en flautan gall, staðan 82-71 þegar tíu mínútur voru til stefnu. Þórsarar voru þó ekki dauðir úr öllum æðum. Dabbi kóngur smellti í þrist og svo skoraði Mustapha Heron sjö stig í röð og munurinn allt í einu kominn niður í eitt stig og nóg eftir af leiknum, eða rúmar fimm mínútur. KR-ingar reyndust að lokum sterkari á svellinu en tæpt var það. Þórsarar hættu aldrei og voru hársbreidd frá því að komast yfir en Jordan Semple brenndi af tveimur vítum þegar tæp mínúta var eftir og staðan 96-95. KR-ingar lönduðu þessu að lokum, voru sterkir á línunni og lokaskot Tomsick var loftbolti. Atvik leiksins 8-0 áhlaup KR í þriðja leikhluta breytti gangi leiksins algjörlega. Þórsarar jöfnuðu sig aldrei fyllilega eftir það þrátt fyrir að leggja sig alla fram. Þar fyrir utan bauð þessi leikur upp á mikið af glæsilegum tilþrifum og háloftatroðslum, erfitt að velja eina úr en þessi leikur var sannarlega mikið fyrir augað. Stjörnur og skúrkar Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, gjarnan þekktur undir nafninu Tóti Túrbó, var frábær í liði KR í kvöld, skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var reyndar hársbreidd frá því að vera skúrkur kvöldsins þegar hann tapaði boltanum en slapp fyrir horn. Stigahæstur í liði KR var Vlatko Granic sem skoraði 20 stig og bætti við níu fráköstum. Hjá Þór var Jordan Semple stigahæstur með 25 stig og bætti við sjö fráköstum. Nikolas Tomsick reyndi hvað hann gat til að vera stjarna kvöldsins, en hann hitti aðeins úr þremur af tólf skotum sínum og tók mikið til sín þegar hann hefði kannski frekar átt að deila með sér. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Stefán Kristinsson dæmdu leikinn í kvöld. Ég tók varla eftir þeim á löngum köflum, þrátt fyrir hraðan leik þar sem þeir þurftu reglulega að flauta. Fá ágætiseinkunn fyrir kvöldið. Stemming og umgjörð Umgjörðin alltaf flott á Meistaravöllum. Stúkan ekki jafn þéttsetin og oft áður en stemmingin góð. Viðtöl Tóti: „Gátum ekkert verið að hengja haus eftir þessa síðustu tvo“ Þórir á fleygiferð fyrr í veturVísir/Anton Brink Þórir Guðmundur Þorbjarnarson leikmaður KR var ígulhress í leikslok og sagði að púlsinn væri í toppmálum þrátt fyrir spennuleik. „Bara flottur! Glaður að hafa unnið leikinn. Þetta var orðið full spennandi hérna í lokin en bara sáttur með að við höfum klárað þetta.“ Hvað fór í gegnum hugann þegar þú tapaðir boltanum í stöðunni 96-95 og þurftir að elta Jordan Semple niður völlinn? „Eeeee, bara hann má ekki skora!“ - Sagði Þórir og hló. „Ég þarf að ná honum, annað hvort að blokka hann eða senda hann á línuna. Það var lítið eftir og ég nennti ekki að lenda undir. Blessunarlega þá klikkaði hann úr öðru vítinu.“ Tóti var gríðarlega sáttur með að komast aftur á sigurbraut enda er pakkinn í deildinni þéttur og mikið leikjaálag framundan. „Sannarlega. Það er þétt leikjaprógram framundan. Þrír leikir með þessum á viku. Við vissum að það er nóg af körfubolta eftir þó við höfum tapað síðustu tveimur. Níu leikir eftir í deild sem verða allir bara hörkuleikir og miðað við hvernig deildin er að spilast þá þarf maður að mæta klár í alla leiki og við gátum ekkert verið að hengja haus eftir þessa síðustu tvo.“ Hann gat þó varla tekið undir greiningu blaðamanns að KR-ingar hefðu sprungið út í þriðja leikhluta en viðurkenndi þó að sóknin hefði farið að flæða betur. „Ég held að við höfum alveg verið frekar stöðugir í skorinu, en við fengum aðeins fleiri auðveldar körfur, fórum að hitta aðeins meira og ég hitti loksins einhverjum þristum. Við héldum þeim líka í 20 í þeim leikhluta. Náðum góðri forystu inn í fjórða, ekki gott að missa hana samt en eins og ég segi aftur, gríðarlega ánægður með að hafa náð að klára.“ Lárus: Lárus var svekktur með niðurstöðuna.vísir/bára Hvar fer þetta: „Það er varnarfráköst. Það er ekkert flóknara er en það. Þeir fengu marga aðra sénsa. Mér fannst annað bara vera fínt. Nema þeir fengu of marga aðra sénsa. Varnarfráköst. „Transition“ vörnin var ekki nógu góð á köflum fannst mér. Þannig að ég myndi segja að það var varnarleikurinn sem fór með þetta.“ 8-0 „Þeir bara náðu áhlaupi. Mig minnir nú að við höfum náð að koma til baka eftir það en jú jú, leikurinn var kannski aðeins meira þeirra eftir það. Við spiluðum samt alveg þokkalega góðan leik. En þeir kláruðu fyrsta leikhluta með körfu, þeir kláruðu annan leikhluta með körfu. Boltinn var svona að detta með þeim Bónus-deild karla KR Þór Þorlákshöfn
KR bar sigur úr býtum gegn Þór Þorlákshöfn í miklum spennutrylli liðanna í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Vesturbænum 102-99 sigur KR. Liðin í miðri Bónus-deild karla, KR og Þór, mættust á Meistaravöllum í kvöld. Staða liðanna í deildinni gæti ekki verið mikið jafnari og leikurinn var einnig ansi jafn. Þórsarar virkuðu beittari sóknarlega í byrjun, settu niður fimm þrista í fyrsta leikhlutanum, alla eins hreina og hugsast getur, ekkert nema net. Þessir þristar fleyttu þeim örlítið framar en KR en skrautleg flautukarfa frá Jason Gigliotti þýddi að munurinn var aðeins sex stig eftir fyrsta leikhluta, 24-30. Heimamenn voru öllu líflegri sóknarlega í næsta leikhluta og virtust jafnvel ætla að taka leikinn yfir en Þórsarar voru aldrei langt undan og svöruðu áhlaupinu sem hafði komið KR yfir. Gestirnir náðu þó ekki að byggja upp mikið forskot og aftur kom skrautleg flautakarfa frá KR, í þetta skiptið frá Vlatko Granic og aðeins munaði tveimur stigum í hálfleik. Staðan 49-51 í hörkuspennandi leik. Það var engu líkara en liðin hefðu ákveðið að keyra upp hraðann í seinni hálfleik og minnti leikurinn á köflum á borðtennisleik þar sem liðið skoruðu hratt og skiptust á að komast yfir. Að lokum kom þó góður 8-0 kafli hjá KR sem virtist slá Þórsara aðeins út af laginu. KR-ingar skoruðu alls 33 stig í leikhlutanum og Veigar Áki kom muninum upp í ellefu stig áður en flautan gall, staðan 82-71 þegar tíu mínútur voru til stefnu. Þórsarar voru þó ekki dauðir úr öllum æðum. Dabbi kóngur smellti í þrist og svo skoraði Mustapha Heron sjö stig í röð og munurinn allt í einu kominn niður í eitt stig og nóg eftir af leiknum, eða rúmar fimm mínútur. KR-ingar reyndust að lokum sterkari á svellinu en tæpt var það. Þórsarar hættu aldrei og voru hársbreidd frá því að komast yfir en Jordan Semple brenndi af tveimur vítum þegar tæp mínúta var eftir og staðan 96-95. KR-ingar lönduðu þessu að lokum, voru sterkir á línunni og lokaskot Tomsick var loftbolti. Atvik leiksins 8-0 áhlaup KR í þriðja leikhluta breytti gangi leiksins algjörlega. Þórsarar jöfnuðu sig aldrei fyllilega eftir það þrátt fyrir að leggja sig alla fram. Þar fyrir utan bauð þessi leikur upp á mikið af glæsilegum tilþrifum og háloftatroðslum, erfitt að velja eina úr en þessi leikur var sannarlega mikið fyrir augað. Stjörnur og skúrkar Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, gjarnan þekktur undir nafninu Tóti Túrbó, var frábær í liði KR í kvöld, skoraði 18 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var reyndar hársbreidd frá því að vera skúrkur kvöldsins þegar hann tapaði boltanum en slapp fyrir horn. Stigahæstur í liði KR var Vlatko Granic sem skoraði 20 stig og bætti við níu fráköstum. Hjá Þór var Jordan Semple stigahæstur með 25 stig og bætti við sjö fráköstum. Nikolas Tomsick reyndi hvað hann gat til að vera stjarna kvöldsins, en hann hitti aðeins úr þremur af tólf skotum sínum og tók mikið til sín þegar hann hefði kannski frekar átt að deila með sér. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Stefán Kristinsson dæmdu leikinn í kvöld. Ég tók varla eftir þeim á löngum köflum, þrátt fyrir hraðan leik þar sem þeir þurftu reglulega að flauta. Fá ágætiseinkunn fyrir kvöldið. Stemming og umgjörð Umgjörðin alltaf flott á Meistaravöllum. Stúkan ekki jafn þéttsetin og oft áður en stemmingin góð. Viðtöl Tóti: „Gátum ekkert verið að hengja haus eftir þessa síðustu tvo“ Þórir á fleygiferð fyrr í veturVísir/Anton Brink Þórir Guðmundur Þorbjarnarson leikmaður KR var ígulhress í leikslok og sagði að púlsinn væri í toppmálum þrátt fyrir spennuleik. „Bara flottur! Glaður að hafa unnið leikinn. Þetta var orðið full spennandi hérna í lokin en bara sáttur með að við höfum klárað þetta.“ Hvað fór í gegnum hugann þegar þú tapaðir boltanum í stöðunni 96-95 og þurftir að elta Jordan Semple niður völlinn? „Eeeee, bara hann má ekki skora!“ - Sagði Þórir og hló. „Ég þarf að ná honum, annað hvort að blokka hann eða senda hann á línuna. Það var lítið eftir og ég nennti ekki að lenda undir. Blessunarlega þá klikkaði hann úr öðru vítinu.“ Tóti var gríðarlega sáttur með að komast aftur á sigurbraut enda er pakkinn í deildinni þéttur og mikið leikjaálag framundan. „Sannarlega. Það er þétt leikjaprógram framundan. Þrír leikir með þessum á viku. Við vissum að það er nóg af körfubolta eftir þó við höfum tapað síðustu tveimur. Níu leikir eftir í deild sem verða allir bara hörkuleikir og miðað við hvernig deildin er að spilast þá þarf maður að mæta klár í alla leiki og við gátum ekkert verið að hengja haus eftir þessa síðustu tvo.“ Hann gat þó varla tekið undir greiningu blaðamanns að KR-ingar hefðu sprungið út í þriðja leikhluta en viðurkenndi þó að sóknin hefði farið að flæða betur. „Ég held að við höfum alveg verið frekar stöðugir í skorinu, en við fengum aðeins fleiri auðveldar körfur, fórum að hitta aðeins meira og ég hitti loksins einhverjum þristum. Við héldum þeim líka í 20 í þeim leikhluta. Náðum góðri forystu inn í fjórða, ekki gott að missa hana samt en eins og ég segi aftur, gríðarlega ánægður með að hafa náð að klára.“ Lárus: Lárus var svekktur með niðurstöðuna.vísir/bára Hvar fer þetta: „Það er varnarfráköst. Það er ekkert flóknara er en það. Þeir fengu marga aðra sénsa. Mér fannst annað bara vera fínt. Nema þeir fengu of marga aðra sénsa. Varnarfráköst. „Transition“ vörnin var ekki nógu góð á köflum fannst mér. Þannig að ég myndi segja að það var varnarleikurinn sem fór með þetta.“ 8-0 „Þeir bara náðu áhlaupi. Mig minnir nú að við höfum náð að koma til baka eftir það en jú jú, leikurinn var kannski aðeins meira þeirra eftir það. Við spiluðum samt alveg þokkalega góðan leik. En þeir kláruðu fyrsta leikhluta með körfu, þeir kláruðu annan leikhluta með körfu. Boltinn var svona að detta með þeim