Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN KVAN 17. janúar 2025 12:26 Endurmenntunarferðir KVAN geta falið í sér heimsóknir í skóla og stofnanir, námskeið sem byggja á fræðslu og virkri þátttöku, kynnisferðir og tómstundir sem bjóða upp á tækifæri til tengslamyndunar. KVAN sérhæfir sig í námsferðum sem eru fræðandi, uppbyggjandi og hvetjandi fyrir þátttakendur. KVAN skipuleggur námsferðir bæði innan- og utanlands fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki og aðlagar eftir óskum þátttakanda. „Við höfum metnað fyrir því að hafa áhrif á innra starfið í skólum. Við erum menntunarfyrirtæki fyrst og fremst en ekki einungis ferðaskrifstofa og nálgumst ferðirnar út frá menntunarlegum forsendum,“ segir Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN. Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN Hann segir markmið ferðanna sé að efla starfsfólk og stuðla að þróun m.a. á skólastarfi. Ferðirnar eru einnig kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks sem gegnir mismunandi hlutverkum á vinnustaðnum. Það skiptir mjög miklu máli á öllum vinnustöðum. Endurmenntuarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir „Við byrjum alltaf á því að leita leiða til að búa til námsferla í námsferðum sem eru ekki bara menntandi heldur einnig skemmtilegir og mæti þeim þörfum sem liggja í starfseminni sem um ræðir hverju sinni. Í undurbúningsferlinu hugum við að þeim áskorunum og álitamálum sem eru uppi í skólastarfinu, hvað er að gerast hjá ungu fólki o.s.fv. Við skilgreinum þarfirnar með starfsfólkinu, þau koma með hugmyndir um hvað þau vilja taka fyrir og við sérsníðum námsferð í kringum það,“ „Við tökum einnig mið af því hvert hóparnir vilja fara og búum til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Við höfum farið víða með hópa en sérhæfum okkur í nokkrum áfangastöðum sem eru m.a. Edinborg í Skotlandi, Calpe, Valencia og Tenerife á Spáni, Róm á Ítalíu en einnig til Helsinki í Finnlandi, Toronto í Kanada og Washington í Bandaríkjunum.“ Ferðirnar eru kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks. Tryggja gæði og árangur Jakob segir mikinn metnað lagðan í undirbúning og skipulag ferðanna til að hámarka árangur og eftirfylgni þegar heim er komið. Ákveðnu vinnulagi sé fylgt sem tryggir gæði og stuðlar að ánægju þátttakenda. „Við köllum þetta þriggja þrepa námsferðir KVAN. Hvert þrep byggir síðan á því sem við köllum gæðastoðir.“ Grundvöllurinn er góður undirbúningur Fyrsta þrepið segir Jakob góðan undirbúning þar sem væntingar og þarfir þátttakenda eru greindar og byggt ofan á það. „Við leggjum áherslu á áfangastaði sem hafa reynst vel. Ferðirnar geta falið í sér heimsóknir í skóla og stofnanir, námskeið sem byggja á fræðslu og virkri þátttöku, kynnisferðir og tómstundir sem bjóða upp á tækifæri til tengslamyndunar.“ Ánægja þátttakenda skiptir höfuðmáli. Tækifæri til að læra og njóta „Annað þrep er námsferðin sjálf þar sem við leggjum áherslu á að þátttakendur fái bæði tækifæri til að læra og njóta. Að ferðast býr til mörg menntandi tækifæri og við nýtum þessi tækifæri á markvissan hátt. Námsferðir okkar eru bæði byggðar á námskeiðum þar sem erlendir og íslenskir sérfræðingar með þekkingu á íslensku skólastarfi og menntamálum í víðu samhengi koma að, en einnig eru nýttir sérfræðingar á staðnum í vettvangsheimsóknum og skoðunarferðum. Í öllum námsferðum er mikil áhersla lögð á ígrundandi vinnu þar sem þátttakendur tengja fræðslu og heimsóknir við eigið starf og líf. Það teljum við vera lykilatriði til að auka lýkur þess að námsferðin hafa áhrif á starf á vettvangi.“ Tekið er mið af því hvert hóparnir vilja fara og búnar til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Fræðslunni fylgt eftir Þriðja þrepið er eftirfylgni til að tryggja að námsferðirnar skili þeim árangri sem stefnt var að. „Nokkrum vikum eða mánuðum eftir ferðina heimsækjum við þátttakendur aftur á vinnustaðinn og ræðum hvernig gengið hefur að nýta lærdóminn úr námsferðinni í daglegu starfi og hvernig má nýta má þessa reynslu enn frekar í framtíðinni,“ segir Jakob. Gæðastoðirnar eru einnig okkar sérstaða. Við leggjum áherslu á að fræðsla og þjónusta sé í hæsta gæðaflokki og í öllum námsferðum er fararstjóri og/eða leiðbeinandi frá KVAN. Við nýtum það sem hver staður býður upp á, eins og menningu, náttúru eða sögulegt umhverfi, til að auka gildi námsins. Endurmenntunarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir, við trúum því að það sé hægt að læra á skemmtilegan hátt og vinnum með gleði, húmor og kærleika að leiðarljósi. Ferðalög Skóla- og menntamál Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
„Við höfum metnað fyrir því að hafa áhrif á innra starfið í skólum. Við erum menntunarfyrirtæki fyrst og fremst en ekki einungis ferðaskrifstofa og nálgumst ferðirnar út frá menntunarlegum forsendum,“ segir Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN. Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, eigandi og þjálfari hjá KVAN Hann segir markmið ferðanna sé að efla starfsfólk og stuðla að þróun m.a. á skólastarfi. Ferðirnar eru einnig kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks sem gegnir mismunandi hlutverkum á vinnustaðnum. Það skiptir mjög miklu máli á öllum vinnustöðum. Endurmenntuarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir „Við byrjum alltaf á því að leita leiða til að búa til námsferla í námsferðum sem eru ekki bara menntandi heldur einnig skemmtilegir og mæti þeim þörfum sem liggja í starfseminni sem um ræðir hverju sinni. Í undurbúningsferlinu hugum við að þeim áskorunum og álitamálum sem eru uppi í skólastarfinu, hvað er að gerast hjá ungu fólki o.s.fv. Við skilgreinum þarfirnar með starfsfólkinu, þau koma með hugmyndir um hvað þau vilja taka fyrir og við sérsníðum námsferð í kringum það,“ „Við tökum einnig mið af því hvert hóparnir vilja fara og búum til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Við höfum farið víða með hópa en sérhæfum okkur í nokkrum áfangastöðum sem eru m.a. Edinborg í Skotlandi, Calpe, Valencia og Tenerife á Spáni, Róm á Ítalíu en einnig til Helsinki í Finnlandi, Toronto í Kanada og Washington í Bandaríkjunum.“ Ferðirnar eru kjörin leið til að efla samkennd og samvinnu á meðal samstarfsfólks. Tryggja gæði og árangur Jakob segir mikinn metnað lagðan í undirbúning og skipulag ferðanna til að hámarka árangur og eftirfylgni þegar heim er komið. Ákveðnu vinnulagi sé fylgt sem tryggir gæði og stuðlar að ánægju þátttakenda. „Við köllum þetta þriggja þrepa námsferðir KVAN. Hvert þrep byggir síðan á því sem við köllum gæðastoðir.“ Grundvöllurinn er góður undirbúningur Fyrsta þrepið segir Jakob góðan undirbúning þar sem væntingar og þarfir þátttakenda eru greindar og byggt ofan á það. „Við leggjum áherslu á áfangastaði sem hafa reynst vel. Ferðirnar geta falið í sér heimsóknir í skóla og stofnanir, námskeið sem byggja á fræðslu og virkri þátttöku, kynnisferðir og tómstundir sem bjóða upp á tækifæri til tengslamyndunar.“ Ánægja þátttakenda skiptir höfuðmáli. Tækifæri til að læra og njóta „Annað þrep er námsferðin sjálf þar sem við leggjum áherslu á að þátttakendur fái bæði tækifæri til að læra og njóta. Að ferðast býr til mörg menntandi tækifæri og við nýtum þessi tækifæri á markvissan hátt. Námsferðir okkar eru bæði byggðar á námskeiðum þar sem erlendir og íslenskir sérfræðingar með þekkingu á íslensku skólastarfi og menntamálum í víðu samhengi koma að, en einnig eru nýttir sérfræðingar á staðnum í vettvangsheimsóknum og skoðunarferðum. Í öllum námsferðum er mikil áhersla lögð á ígrundandi vinnu þar sem þátttakendur tengja fræðslu og heimsóknir við eigið starf og líf. Það teljum við vera lykilatriði til að auka lýkur þess að námsferðin hafa áhrif á starf á vettvangi.“ Tekið er mið af því hvert hóparnir vilja fara og búnar til menntandi aðstæður í því umhverfi sem þeim líður vel í. Fræðslunni fylgt eftir Þriðja þrepið er eftirfylgni til að tryggja að námsferðirnar skili þeim árangri sem stefnt var að. „Nokkrum vikum eða mánuðum eftir ferðina heimsækjum við þátttakendur aftur á vinnustaðinn og ræðum hvernig gengið hefur að nýta lærdóminn úr námsferðinni í daglegu starfi og hvernig má nýta má þessa reynslu enn frekar í framtíðinni,“ segir Jakob. Gæðastoðirnar eru einnig okkar sérstaða. Við leggjum áherslu á að fræðsla og þjónusta sé í hæsta gæðaflokki og í öllum námsferðum er fararstjóri og/eða leiðbeinandi frá KVAN. Við nýtum það sem hver staður býður upp á, eins og menningu, náttúru eða sögulegt umhverfi, til að auka gildi námsins. Endurmenntunarferðir KVAN eru engar venjulegar ferðir, við trúum því að það sé hægt að læra á skemmtilegan hátt og vinnum með gleði, húmor og kærleika að leiðarljósi.
Ferðalög Skóla- og menntamál Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira