Sakleysi dætranna hafi gufað upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. janúar 2025 09:01 Meint brot mannsins áttu sér stað í heimahúsi á Akureyri í mars 2023, þar sem fjórar stúlkur á ellefta ári voru að gista saman. Málið var endanlega fellt niður í desember síðastliðnum. Sú ákvörðun var stúlkunum og foreldrum þeirra afar þungbær. Vísir/Vilhelm Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum. Samkvæmt gögnum málsins frá embættum héraðssaksóknara og ríkissaksóknara má ráða að hin meintu brot hafi átt sér stað í mars árið 2023. Þrjár stúlkur á ellefta ári hafi verið að gista heima hjá þeirri fjórðu, þar sem maðurinn var gestkomandi. Háttsemi mannsins hafi, eftir því sem stúlkurnar hafi borið við í skýrslum hjá barnavernd og í Barnahúsi, falist í því að hann hafi strokið fótleggi stúlknanna fjögurra, kitlað þær, rassskellt, tekið þær í kjöltu sér, reynt að fara með hendur inn fyrir klæði þeirra og farið með nuddbyssu í klof einhverra þeirra. Þær báru þó að háttsemin hefði í mismiklum mæli beinst að hverri þeirra. Misræmi í framburði hafi ráðið miklu Í skjali þar sem tilkynnt er um niðurfellingu málsins hjá héraðssaksóknara eru framburðir stúlknanna sem á staðnum voru raktir, bæði hjá barnavernd og hjá Barnahúsi, en málið var kært um miðan maí 2023. Þar kemur einnig fram að kærði hafi gefið skýrslu hjá lögreglu viku eftir að málið var kært. Hann hafi þar viðurkennt að hafa rassskellt eina þeirra í leik, „sér til skammar“. Hann hafi einnig nuddað iljar einnar stúlkunnar með umræddu nuddtæki, eftir að hafa verið beðinn um það. Hann neitaði því að hafa strokið fótleggi stúlknanna, að hafa beitt tækinu á aðrar stúlknanna, tekið þær í kjöltu sér eða kitlað þær. Niðurstaða héraðssaksóknara var að nokkuð misræmi væri í framburði stúlknanna, bæði varðandi hin meintu brot en eins önnur atvik umræddan dag. Í framburði sínum voru stúlkurnar til að mynda margsaga um hvað hefði verið í kvöldmatinn umrætt kvöld, klukkan hvað hin meintu brot áttu sér stað og í hvaða mánuði. Héraðssaksóknari taldi málið ekki líklegt til sakfellis, og var það því fellt niður.Vísir/Vilhelm Húsráðandi hefði þá borið að hún hefði ekki orðið vör við neitt óvenjulegt, né hafi stúlkurnar minnst á slíkt umrætt kvöld. Af því sem fram væri komið væri ljóst að stúlkurnar hefðu rætt málið sín á milli áður en þær hafi verið boðaðar í viðtal hjá Barnavernd og í dómskýrslutöku hjá Barnahúsum. Þar að auki yrði ekki litið fram hjá því að langt væri liðið frá atvikinu og þar til stúlkurnar greindu frá því. Þegar allt þetta væri metið yrði ekki talið að málið yrði líklegt til sakfellingar fyrir dómi, og málið því fellt niður í september á síðasta ári. Ríkissaksóknari staðfesti þrátt fyrir gagnrýni Mæðurnar, sem ræddu við Vísi en vilja ekki láta nafns síns getið til þess að vernda dætur sínar, eru afar gagnrýnar á mat héraðssaksóknara á trúverðugleika dætra sinna og vinkvenna þeirra. Þær tvær kærðu niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara, sem gerði þá athugasemd við lýsingar héraðssaksóknara á atvikum og rannsókn málsins. Framburðir stúlknanna fengu að mati embættisins að einhverju leyti stuðning hver í öðrum og framburðum vitna af endursögnum þeirra, en þó að mismiklu leyti. Ríkissaksóknari taldi að við mat á framburði stúlknanna skyldi taka mest tillit til þess sem þær sögðu um hin meintu brot. Niðurstaða héraðssaksóknara um niðurfellingu var engu að síður staðfest.Vísir/Einar „Af hálfu ríkissaksóknara er tekið undir með héraðssaksóknara að nokkuð misræmi sé í framburðum stúlknanna, þ.e. bæði á milli framburða þeirra og hjá stúlkunum hverri um sig,“ segir í ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem fram kom að fyrst og fremst væri horft til framburða um aðalatriði málsins, það er að segja hin meintu brot. Eftir heildstætt mat á gögnum málsins var það mat ríkissaksóknara að þau styddu ekki framburð stúlknanna um meint brot nægilega, gegn neitun mannsins, þannig að málið geti talist nægilegt eða líklegt til sakfellis fyrir dómi. Því var niðurfelling héraðssaksóknara á málinu staðfest. Það varð ljóst 19. desember síðastliðinn. Tekinn með barnaklám mánuði fyrr Í samtali við Vísi segja mæðurnar að þegar þær hafi kært manninn til lögreglu, sem þær gerðu í maí 2023, hafi lögreglumenn sem tóku á móti þeim ekki verið hissa þegar nafn hins kærða var borið upp. Það gefi að þeirra mati til kynna að maðurinn sé þekktur hjá lögreglunni vegna viðlíka mála. Maðurinn hlaut 15 mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í júní í fyrra. Það var eftir að 416 ljósmyndir og 42 myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt fundust í tölvu hans, spjaldtölvu og síma, í febrúar 2023, um mánuði áður en hin meintu brot gegn dætrum kvennanna voru framin. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa dreift slíku efni til annarra í gegnum spjallsíður eða -hópa á netinu. Um mánuði eftir að maðurinn var handtekinn vegna barnaníðsefnisins var hann í heimsókn á heimilinu þar sem vinkonurnar gistu. Mæðurnar sem fréttastofa ræddu við segja húsráðanda, sem er móðir einnar stúlkunnar, og manninn vera gamla vini eða kunningja. Það var þá sem hin meintu brot mannsins átti sér stað. Húsráðandi gaf skýrslu hjá lögreglu þar sem hún sagðist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu þetta kvöld, fyrr en ein stúlknanna nefndi að maðurinn hefði rassskellt hana. Hún hafi í kjölfarið hent honum út. Síðar hafi hún heyrt af því frá móður sinni að stelpurnar hefðu talað um að maðurinn hefði „nuddað einkasvæði stelpnanna með nuddtæki sem alla jafna væri geymt í stofunni.“ Máttu ekki ræða málið við dætur sínar Málið allt hafi tekið á stúlkurnar og fjölskyldur þeirra, allt frá því það kom í dagsljósið. Það hafi gerst tveimur mánuðum eftir hin meintu brot. Ein stúlknanna hafi verið með ömmu sinni í bíl, þegar þær hafi séð manninn ganga yfir götu. Stúlkan hafi þá sagst hata manninn, án þess að ætla að útskýra það nánar. Amman hafi fengið skýringar að lokum, greint móður stúlkunnar frá því sem hún sagði, og í kjölfarið hafi málið verið kært. „Við máttum ekki tala við stelpurnar um þetta, við máttum ekki spyrja þær út í neitt, við áttum bara að hlusta ef þær myndu tala. Það er ömurlegt að geta ekki sagt neitt við barnið sitt. Þetta eru litlar stelpur, og dætur okkar eru báðar með lítil hjörtu og það kemur bara svo margt upp,“ segir önnur mæðranna. Skýrslur voru teknar af stúlkunum í útibúi Barnahúss á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vinkonurnar tvær hafi hist mun minna í kjölfar gistikvöldsins, fjögurra manna vinkvennahópurinn hafi splúndrast, stúlkurnar orðnar hræddar við að ganga á milli húsa og þær hafi alls ekki hætt sér út eftir að tekið væri að rökkva lítillega. Ein stúlknanna hafi lokað sig mjög mikið af eftir málið, og alltaf farið beint heim eftir skóla þar til nú í janúar á þessu ári, þar sem örla hafi tekið á áhuga hjá henni á að leika við vinkonu sína. Mundu ekki endilega hvað var í matinn Mæðurnar tvær furða sig á því mati sem fram fór á framburði dætra þeirra og vinkvenna þeirra tveggja, sem þær segja að hafi vissulega tekið smávægilegum breytingum milli þess sem dæturnar ræddu við barnavernd og gáfu um mánuði síðar skýrslu í Barnahúsi. „Það líða nokkrir mánuðir þar til þær fara í skýrslutöku, við erum að tala um börn, og það er verið að spyrja þær hvað er í kvöldmatinn og rengja frásagnir þeirra út af því,“ segir önnur mæðranna og vísar til ákvörðunar héraðssaksóknara um að fella málið niður. „Það er svo mikil sturlun“ „Þó að frásagnirnar breytist aðeins á milli þá eru þær í grunninn allar að segja frá því að hann hafi verið að gera eitthvað sem hann átti ekki að vera að gera. Þær eru þarna fjórar, ekki alltaf allar inni í herberginu á sama tíma, en alltaf tvær til þrjár,“ segir önnur mæðranna. Í raun sé því ekki um að ræða dæmigert „orð gegn orði“ mál, heldur orð fjögurra stúlkna um óviðeigandi hegðun mannsins, gegn neitun hans. Málið var kært til lögreglunnar á Norðurlandi eystra í maí árið 2023.Vísir/Vilhelm Það sé tilfinning þeirra beggja að miðað hafi verið að því að finna misræmi í framburðum stúlknanna, en ekki framburði mannsins. Hann hafi aðeins verið yfirheyrður einu sinni og því ekki mögulegt að misræmi hafi verið í framburði hans. Sögðu frá en ekkert gerist Mæðurnar segja það erfitt að takast á við þá staðreynd að málið hafi endanlega verið fellt niður, og því ljóst að vegferð þess um dómskerfið sé lokið án ákæru. Samtalið við dæturnar, sem hafði ekki átt sér stað þegar viðtalið var tekið, sé erfiðasta tilhugsunin í málinu öllu. „Þær spyrja út í þetta og eru hræddar. Að þurfa að taka samtalið við þær og segja „Ykkur var trúað en það var bara ekki nóg“. Að þurfa að segja þeim að maður sem gerir þetta fái ekki einu sinni skammir fyrir það, heldur haldi áfram að lifa sínu lífi. Það er það sem hangir yfir manni núna.“ Það stefni allt í að stúlkunum verði veitt annað högg, alveg sama hvernig málið verði rætt. „Hvernig geri ég þetta svo dóttir mín komi ekki enn verr út úr þessu?“ spyr önnur mæðranna. Erfitt verði að sannfæra stúlkurnar um að stíga fram, ef þær yrðu þolendur kynferðisbrots í framtíðinni. „Það er ekkert sem hræðir mig meira en að hún lendi í einhverju atviki aftur og finnist ekki þess virði að segja frá því, því það gerist ekki neitt.“ Væri ótrúleg tilviljun Að tilkynna stúlkunum að málið hafi verið fellt niður yrði þó ekki fyrsta erfiða samtalið í tengslum við málið, að sögn mæðranna. „Þetta eru stelpur sem eru stútfullar af sakleysi á þessum tíma. Það fór þarna“ Við þurftum að útskýra og eiga samtöl um hvað átti sér stað. Þær vissu bara að þetta mætti ekki og væri óþægilegt, en þarna þurftum við að taka samtal um af hverju þetta mætti ekki. Af hverju þetta væri svona bannað.“ Viðbrögð stúlknanna, bæði við málunum og þeim samtölum sem hafi átt sér stað í kjölfarið, séu augljós merki um að stúlkurnar séu að segja satt, að mati mæðra þeirra. „Og líka þetta. Líkurnar á því að fjórar tíu, ellefu ára stelpur taki sig saman, búi til þessa sögu og hitti akkúrat á mann sem var handtekinn mánuði áður vegna barnakláms af börnum á þeirra aldri, þær eru stjarnfræðilega litlar. Líkurnar á því að þetta sé tilviljun, að þær bulli þessa sögu á þennan mann, það er bara ekki séns.“ Maðurinn hafi sést í grennd við grunnskóla Mæðurnar lýsa því að það sé „hræðileg og ógeðsleg“ tilfinning að vita til þess að maðurinn, sem er eins og áður sagði dæmdur barnaníðingur, gangi laus um Akureyri. „Hann býr á milli tveggja grunnskóla og er fimm mínútur að labba í þá báða. Dóttir mín er búin að mæta honum þrisvar úti í göngutúr, einu sinni á leiðinni heim úr skólanum,“ segir önnur mæðranna. „Hún finnur ekki einu sinni fyrir öryggi á leiðinni heim.“ Það sé djöfullegt að vita til þess að barnið manns geti verið lamað af ótta á leið heim úr skólanum. Umræða hafi spunnist meðal foreldra í bænum um málið, og einhverjir þeirra hafi séð hann hjóla í grennd við aðra grunnskóla en þann sem stúlkurnar gangi í. Þótt Akureyri sé ekki jafn stór og Reykjavík segir önnur mæðranna augljóst að maðurinn þurfi ekki að fara ferða sinna á leiðum sem liggja meðfram grunnskólum.Vísir/Vilhelm „Akureyri er minni en Reykjavík og allt það, en þetta er enginn smábær. Hann getur alveg hjólað og gengið aðrar leiðir en akkúrat uppvið grunnskóla.“ Víða sem kerfið hafi brugðist Mæðurnar tvær segjast hafa misst alla trú á kerfinu, nú þegar ljóst er að ekkert verði aðhafst í málinu. Þær hafi tekið yfirveguð og vel ígrunduð skref í gegnum allt ferlið. „Þó þú gerir allt rétt þá ertu samt að lenda á þessum vegg. Þetta tekur langan tíma og við höfum verið í mikilli óvissu. Við kærum í maí [2023], það er tekin skýrsla í júní, við eigum að leggja fram bótakröfur í september og svo gerist ekki neitt í heilt ár.“ „Það er ár þar sem það gerist ekkert, og þá kemur þessi fyrsta niðurfelling.“ Það sé þó ekki bara dómskerfið sem hafi brugðist að þeirra mati, heldur einnig þau úrræði sem eigi að grípa börn sem orðið hafi fyrir ofbeldi. „Dómskerfið, Barnahús og barnavernd. Það er ekkert tekið utan um þær, og við þurfum að sækjast eftir því. Þá segir réttargæslumaðurinn okkar að þær eigi rétt á þessu og Barnahús eigi að setja sig í samband við foreldra,“ segir önnur mæðranna. Hin segir að ein skýrsla hafi verið tekin af dóttur hennar í Barnahúsum, en ekkert meira. Önnur mæðranna segir djöfullegt til þess að vita að dóttir hennar finni ekki til öryggis á leið heim úr skólanum, af ótta við að rekast á manninn.Vísir/Vilhelm Sú fyrri segist hins vegar hafa krafist þess að dóttir hennar fengi viðtöl í Barnahúsi. Skýrslur þaðan hafi hins vegar ekki verið sendar lengra, þanngi að dóttir hennar hafi ekki getað sótt sér áframhaldandi aðstoð. Hluti tilmælanna sem mæðrunum hafi borist eftir að málið var kært hafi verið að leita ekki með dætur sínar til sálfræðinga áður en til viðtals í Barnahúsi kæmi. „Af því þau vildu fá sem hreinastan framburð, sem er alveg skiljanlegt. En þegar þær mega fá sálfræðiaðstoð þurfum við að leita sjálfar eftir því. Við erum ekki gripin á neinn hátt.“ Fengu enga leiðsögn Að mati mæðranna skorti ekki síður utanumhald og handleiðslu fyrir þær sjálfar. „Það var alltaf þessi lamandi hræðsla í okkur, eftir að við fórum að mega tala við stelpurnar um þetta, að við myndum segja eitthvað vitlaust. Það var enginn sem talar við okkur og kennir okkur eitthvað, ráðleggur okkur hvernig við eigum að svara eða bera okkur að. Það er bara klippt á allt og við vitum ekkert.“ „Hvað á maður að segja?“ Önnur mæðranna segir fulltrúa barnaverndar á Akureyri þó hafa reynst sér vel að einhverju leyti. Hún óskaði eftir því að fá að greina dóttur sinni frá endanlegri niðurfellingu málsins með fagaðila sér við hlið, einhvern sem þekkti til málsins. „Ég skal gefa henni það að hún sótti strax um hjá geðheilsuteymi barna á Akureyri, og bauð mér að koma til sín með dóttur mína og hún væri með þegar ég segði henni frá þessu. Ég kann mikið að meta það, því hún getur kannski svarað spurningum sem ég hreinlega frýs á.“ Spiluðu eftir reglunum Mæðurnar segja að leiðin sem hófst með kæru í maí 2023 hafi í raun verið vörðuð af mismunandi opinberum aðilum og úrræðum sem hafi brugðist. Nú þegar ljóst sé að málið nái ekki lengra snúi þær sér til fjölmiðla. „Við vildum fara eftir leikreglunum. Við máttum ekki tjá okkur, máttum ekki gera ákveðna hluti. Við spiluðum þann leik algjörlega eftir þeirra reglum. Nú erum við bara komnar á endastöð og hann bara vinnur,“ segir önnur mæðranna og vísar þar til mannsins sem var kærður. „Það er enginn sem tapar á þessu máli nema stelpurnar og við fjölskyldurnar.“ Næsta skref hafi því verið að vekja athygli á málinu og benda á hvernig kerfið hafi brugðist. Önnur mæðranna veltir fyrir sér hversu mörg börn og fjölskyldur þeirra upplifi sig í sömu sporum, og vísar til frétta af tíu prósent aukningu á tilkynningum til lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum. „Þetta eru 126 mál sem eru tilkynnt. Ég taldi bara, X-margir foreldrar bara í okkar máli, og þetta eru 126 mál bara á síðasta ári. Hvað eru margir foreldrar í sömu stöðu og við? Ég varð svo hryllilega reið þegar ég sá þessa tölu. Hvað eru mörg mál sem komast inn í dómsal, hvort sem það er svo sakfellt eða ekki? „Hversu margir brotamenn fá að njóta vafans eins og hann fékk að gera?“ Ekkert eftir til að gera Viðtalið hér að ofan var allt tekið áður en mæðurnar sögðu dætrum sínum frá endanlegri niðurstöðu ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það gerðu þær hins vegar í vikunni. Önnur mæðranna segir stúlkurnar hvora hafa brugðist við fréttunum með sínum hætti. Báðar hafi þær þó átt það sammerkt að finnast málalokin ósanngjörn. „Það var svo það sama hjá þeim báðum, þær voru að vona að hann færi í fangelsi svo þær þyrftu ekki að vera hræddar við hann lengur.“ „Það brýtur í manni hjartað.“ Ítrekað hafi verið við báðar stúlkurnar að þær hafi gert allt rétt. Þær væru hugrakkar að hafa sagt frá og foreldrar þeirra væru stoltir af þeim fyrir hvernig þær tókust á við málið. Nú vissi lögreglan af málinu og mögulega hefði þeirra frásögn hjálpað öðrum börnum. „Það er ekkert eftir sem við getum gert annað en að standa við bakið á þeim, halda utan um þær og hvetja áfram. Sem er frekar erfitt að sætta sig við.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira
Samkvæmt gögnum málsins frá embættum héraðssaksóknara og ríkissaksóknara má ráða að hin meintu brot hafi átt sér stað í mars árið 2023. Þrjár stúlkur á ellefta ári hafi verið að gista heima hjá þeirri fjórðu, þar sem maðurinn var gestkomandi. Háttsemi mannsins hafi, eftir því sem stúlkurnar hafi borið við í skýrslum hjá barnavernd og í Barnahúsi, falist í því að hann hafi strokið fótleggi stúlknanna fjögurra, kitlað þær, rassskellt, tekið þær í kjöltu sér, reynt að fara með hendur inn fyrir klæði þeirra og farið með nuddbyssu í klof einhverra þeirra. Þær báru þó að háttsemin hefði í mismiklum mæli beinst að hverri þeirra. Misræmi í framburði hafi ráðið miklu Í skjali þar sem tilkynnt er um niðurfellingu málsins hjá héraðssaksóknara eru framburðir stúlknanna sem á staðnum voru raktir, bæði hjá barnavernd og hjá Barnahúsi, en málið var kært um miðan maí 2023. Þar kemur einnig fram að kærði hafi gefið skýrslu hjá lögreglu viku eftir að málið var kært. Hann hafi þar viðurkennt að hafa rassskellt eina þeirra í leik, „sér til skammar“. Hann hafi einnig nuddað iljar einnar stúlkunnar með umræddu nuddtæki, eftir að hafa verið beðinn um það. Hann neitaði því að hafa strokið fótleggi stúlknanna, að hafa beitt tækinu á aðrar stúlknanna, tekið þær í kjöltu sér eða kitlað þær. Niðurstaða héraðssaksóknara var að nokkuð misræmi væri í framburði stúlknanna, bæði varðandi hin meintu brot en eins önnur atvik umræddan dag. Í framburði sínum voru stúlkurnar til að mynda margsaga um hvað hefði verið í kvöldmatinn umrætt kvöld, klukkan hvað hin meintu brot áttu sér stað og í hvaða mánuði. Héraðssaksóknari taldi málið ekki líklegt til sakfellis, og var það því fellt niður.Vísir/Vilhelm Húsráðandi hefði þá borið að hún hefði ekki orðið vör við neitt óvenjulegt, né hafi stúlkurnar minnst á slíkt umrætt kvöld. Af því sem fram væri komið væri ljóst að stúlkurnar hefðu rætt málið sín á milli áður en þær hafi verið boðaðar í viðtal hjá Barnavernd og í dómskýrslutöku hjá Barnahúsum. Þar að auki yrði ekki litið fram hjá því að langt væri liðið frá atvikinu og þar til stúlkurnar greindu frá því. Þegar allt þetta væri metið yrði ekki talið að málið yrði líklegt til sakfellingar fyrir dómi, og málið því fellt niður í september á síðasta ári. Ríkissaksóknari staðfesti þrátt fyrir gagnrýni Mæðurnar, sem ræddu við Vísi en vilja ekki láta nafns síns getið til þess að vernda dætur sínar, eru afar gagnrýnar á mat héraðssaksóknara á trúverðugleika dætra sinna og vinkvenna þeirra. Þær tvær kærðu niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara, sem gerði þá athugasemd við lýsingar héraðssaksóknara á atvikum og rannsókn málsins. Framburðir stúlknanna fengu að mati embættisins að einhverju leyti stuðning hver í öðrum og framburðum vitna af endursögnum þeirra, en þó að mismiklu leyti. Ríkissaksóknari taldi að við mat á framburði stúlknanna skyldi taka mest tillit til þess sem þær sögðu um hin meintu brot. Niðurstaða héraðssaksóknara um niðurfellingu var engu að síður staðfest.Vísir/Einar „Af hálfu ríkissaksóknara er tekið undir með héraðssaksóknara að nokkuð misræmi sé í framburðum stúlknanna, þ.e. bæði á milli framburða þeirra og hjá stúlkunum hverri um sig,“ segir í ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem fram kom að fyrst og fremst væri horft til framburða um aðalatriði málsins, það er að segja hin meintu brot. Eftir heildstætt mat á gögnum málsins var það mat ríkissaksóknara að þau styddu ekki framburð stúlknanna um meint brot nægilega, gegn neitun mannsins, þannig að málið geti talist nægilegt eða líklegt til sakfellis fyrir dómi. Því var niðurfelling héraðssaksóknara á málinu staðfest. Það varð ljóst 19. desember síðastliðinn. Tekinn með barnaklám mánuði fyrr Í samtali við Vísi segja mæðurnar að þegar þær hafi kært manninn til lögreglu, sem þær gerðu í maí 2023, hafi lögreglumenn sem tóku á móti þeim ekki verið hissa þegar nafn hins kærða var borið upp. Það gefi að þeirra mati til kynna að maðurinn sé þekktur hjá lögreglunni vegna viðlíka mála. Maðurinn hlaut 15 mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í júní í fyrra. Það var eftir að 416 ljósmyndir og 42 myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt fundust í tölvu hans, spjaldtölvu og síma, í febrúar 2023, um mánuði áður en hin meintu brot gegn dætrum kvennanna voru framin. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa dreift slíku efni til annarra í gegnum spjallsíður eða -hópa á netinu. Um mánuði eftir að maðurinn var handtekinn vegna barnaníðsefnisins var hann í heimsókn á heimilinu þar sem vinkonurnar gistu. Mæðurnar sem fréttastofa ræddu við segja húsráðanda, sem er móðir einnar stúlkunnar, og manninn vera gamla vini eða kunningja. Það var þá sem hin meintu brot mannsins átti sér stað. Húsráðandi gaf skýrslu hjá lögreglu þar sem hún sagðist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu þetta kvöld, fyrr en ein stúlknanna nefndi að maðurinn hefði rassskellt hana. Hún hafi í kjölfarið hent honum út. Síðar hafi hún heyrt af því frá móður sinni að stelpurnar hefðu talað um að maðurinn hefði „nuddað einkasvæði stelpnanna með nuddtæki sem alla jafna væri geymt í stofunni.“ Máttu ekki ræða málið við dætur sínar Málið allt hafi tekið á stúlkurnar og fjölskyldur þeirra, allt frá því það kom í dagsljósið. Það hafi gerst tveimur mánuðum eftir hin meintu brot. Ein stúlknanna hafi verið með ömmu sinni í bíl, þegar þær hafi séð manninn ganga yfir götu. Stúlkan hafi þá sagst hata manninn, án þess að ætla að útskýra það nánar. Amman hafi fengið skýringar að lokum, greint móður stúlkunnar frá því sem hún sagði, og í kjölfarið hafi málið verið kært. „Við máttum ekki tala við stelpurnar um þetta, við máttum ekki spyrja þær út í neitt, við áttum bara að hlusta ef þær myndu tala. Það er ömurlegt að geta ekki sagt neitt við barnið sitt. Þetta eru litlar stelpur, og dætur okkar eru báðar með lítil hjörtu og það kemur bara svo margt upp,“ segir önnur mæðranna. Skýrslur voru teknar af stúlkunum í útibúi Barnahúss á Akureyri.Vísir/Vilhelm Vinkonurnar tvær hafi hist mun minna í kjölfar gistikvöldsins, fjögurra manna vinkvennahópurinn hafi splúndrast, stúlkurnar orðnar hræddar við að ganga á milli húsa og þær hafi alls ekki hætt sér út eftir að tekið væri að rökkva lítillega. Ein stúlknanna hafi lokað sig mjög mikið af eftir málið, og alltaf farið beint heim eftir skóla þar til nú í janúar á þessu ári, þar sem örla hafi tekið á áhuga hjá henni á að leika við vinkonu sína. Mundu ekki endilega hvað var í matinn Mæðurnar tvær furða sig á því mati sem fram fór á framburði dætra þeirra og vinkvenna þeirra tveggja, sem þær segja að hafi vissulega tekið smávægilegum breytingum milli þess sem dæturnar ræddu við barnavernd og gáfu um mánuði síðar skýrslu í Barnahúsi. „Það líða nokkrir mánuðir þar til þær fara í skýrslutöku, við erum að tala um börn, og það er verið að spyrja þær hvað er í kvöldmatinn og rengja frásagnir þeirra út af því,“ segir önnur mæðranna og vísar til ákvörðunar héraðssaksóknara um að fella málið niður. „Það er svo mikil sturlun“ „Þó að frásagnirnar breytist aðeins á milli þá eru þær í grunninn allar að segja frá því að hann hafi verið að gera eitthvað sem hann átti ekki að vera að gera. Þær eru þarna fjórar, ekki alltaf allar inni í herberginu á sama tíma, en alltaf tvær til þrjár,“ segir önnur mæðranna. Í raun sé því ekki um að ræða dæmigert „orð gegn orði“ mál, heldur orð fjögurra stúlkna um óviðeigandi hegðun mannsins, gegn neitun hans. Málið var kært til lögreglunnar á Norðurlandi eystra í maí árið 2023.Vísir/Vilhelm Það sé tilfinning þeirra beggja að miðað hafi verið að því að finna misræmi í framburðum stúlknanna, en ekki framburði mannsins. Hann hafi aðeins verið yfirheyrður einu sinni og því ekki mögulegt að misræmi hafi verið í framburði hans. Sögðu frá en ekkert gerist Mæðurnar segja það erfitt að takast á við þá staðreynd að málið hafi endanlega verið fellt niður, og því ljóst að vegferð þess um dómskerfið sé lokið án ákæru. Samtalið við dæturnar, sem hafði ekki átt sér stað þegar viðtalið var tekið, sé erfiðasta tilhugsunin í málinu öllu. „Þær spyrja út í þetta og eru hræddar. Að þurfa að taka samtalið við þær og segja „Ykkur var trúað en það var bara ekki nóg“. Að þurfa að segja þeim að maður sem gerir þetta fái ekki einu sinni skammir fyrir það, heldur haldi áfram að lifa sínu lífi. Það er það sem hangir yfir manni núna.“ Það stefni allt í að stúlkunum verði veitt annað högg, alveg sama hvernig málið verði rætt. „Hvernig geri ég þetta svo dóttir mín komi ekki enn verr út úr þessu?“ spyr önnur mæðranna. Erfitt verði að sannfæra stúlkurnar um að stíga fram, ef þær yrðu þolendur kynferðisbrots í framtíðinni. „Það er ekkert sem hræðir mig meira en að hún lendi í einhverju atviki aftur og finnist ekki þess virði að segja frá því, því það gerist ekki neitt.“ Væri ótrúleg tilviljun Að tilkynna stúlkunum að málið hafi verið fellt niður yrði þó ekki fyrsta erfiða samtalið í tengslum við málið, að sögn mæðranna. „Þetta eru stelpur sem eru stútfullar af sakleysi á þessum tíma. Það fór þarna“ Við þurftum að útskýra og eiga samtöl um hvað átti sér stað. Þær vissu bara að þetta mætti ekki og væri óþægilegt, en þarna þurftum við að taka samtal um af hverju þetta mætti ekki. Af hverju þetta væri svona bannað.“ Viðbrögð stúlknanna, bæði við málunum og þeim samtölum sem hafi átt sér stað í kjölfarið, séu augljós merki um að stúlkurnar séu að segja satt, að mati mæðra þeirra. „Og líka þetta. Líkurnar á því að fjórar tíu, ellefu ára stelpur taki sig saman, búi til þessa sögu og hitti akkúrat á mann sem var handtekinn mánuði áður vegna barnakláms af börnum á þeirra aldri, þær eru stjarnfræðilega litlar. Líkurnar á því að þetta sé tilviljun, að þær bulli þessa sögu á þennan mann, það er bara ekki séns.“ Maðurinn hafi sést í grennd við grunnskóla Mæðurnar lýsa því að það sé „hræðileg og ógeðsleg“ tilfinning að vita til þess að maðurinn, sem er eins og áður sagði dæmdur barnaníðingur, gangi laus um Akureyri. „Hann býr á milli tveggja grunnskóla og er fimm mínútur að labba í þá báða. Dóttir mín er búin að mæta honum þrisvar úti í göngutúr, einu sinni á leiðinni heim úr skólanum,“ segir önnur mæðranna. „Hún finnur ekki einu sinni fyrir öryggi á leiðinni heim.“ Það sé djöfullegt að vita til þess að barnið manns geti verið lamað af ótta á leið heim úr skólanum. Umræða hafi spunnist meðal foreldra í bænum um málið, og einhverjir þeirra hafi séð hann hjóla í grennd við aðra grunnskóla en þann sem stúlkurnar gangi í. Þótt Akureyri sé ekki jafn stór og Reykjavík segir önnur mæðranna augljóst að maðurinn þurfi ekki að fara ferða sinna á leiðum sem liggja meðfram grunnskólum.Vísir/Vilhelm „Akureyri er minni en Reykjavík og allt það, en þetta er enginn smábær. Hann getur alveg hjólað og gengið aðrar leiðir en akkúrat uppvið grunnskóla.“ Víða sem kerfið hafi brugðist Mæðurnar tvær segjast hafa misst alla trú á kerfinu, nú þegar ljóst er að ekkert verði aðhafst í málinu. Þær hafi tekið yfirveguð og vel ígrunduð skref í gegnum allt ferlið. „Þó þú gerir allt rétt þá ertu samt að lenda á þessum vegg. Þetta tekur langan tíma og við höfum verið í mikilli óvissu. Við kærum í maí [2023], það er tekin skýrsla í júní, við eigum að leggja fram bótakröfur í september og svo gerist ekki neitt í heilt ár.“ „Það er ár þar sem það gerist ekkert, og þá kemur þessi fyrsta niðurfelling.“ Það sé þó ekki bara dómskerfið sem hafi brugðist að þeirra mati, heldur einnig þau úrræði sem eigi að grípa börn sem orðið hafi fyrir ofbeldi. „Dómskerfið, Barnahús og barnavernd. Það er ekkert tekið utan um þær, og við þurfum að sækjast eftir því. Þá segir réttargæslumaðurinn okkar að þær eigi rétt á þessu og Barnahús eigi að setja sig í samband við foreldra,“ segir önnur mæðranna. Hin segir að ein skýrsla hafi verið tekin af dóttur hennar í Barnahúsum, en ekkert meira. Önnur mæðranna segir djöfullegt til þess að vita að dóttir hennar finni ekki til öryggis á leið heim úr skólanum, af ótta við að rekast á manninn.Vísir/Vilhelm Sú fyrri segist hins vegar hafa krafist þess að dóttir hennar fengi viðtöl í Barnahúsi. Skýrslur þaðan hafi hins vegar ekki verið sendar lengra, þanngi að dóttir hennar hafi ekki getað sótt sér áframhaldandi aðstoð. Hluti tilmælanna sem mæðrunum hafi borist eftir að málið var kært hafi verið að leita ekki með dætur sínar til sálfræðinga áður en til viðtals í Barnahúsi kæmi. „Af því þau vildu fá sem hreinastan framburð, sem er alveg skiljanlegt. En þegar þær mega fá sálfræðiaðstoð þurfum við að leita sjálfar eftir því. Við erum ekki gripin á neinn hátt.“ Fengu enga leiðsögn Að mati mæðranna skorti ekki síður utanumhald og handleiðslu fyrir þær sjálfar. „Það var alltaf þessi lamandi hræðsla í okkur, eftir að við fórum að mega tala við stelpurnar um þetta, að við myndum segja eitthvað vitlaust. Það var enginn sem talar við okkur og kennir okkur eitthvað, ráðleggur okkur hvernig við eigum að svara eða bera okkur að. Það er bara klippt á allt og við vitum ekkert.“ „Hvað á maður að segja?“ Önnur mæðranna segir fulltrúa barnaverndar á Akureyri þó hafa reynst sér vel að einhverju leyti. Hún óskaði eftir því að fá að greina dóttur sinni frá endanlegri niðurfellingu málsins með fagaðila sér við hlið, einhvern sem þekkti til málsins. „Ég skal gefa henni það að hún sótti strax um hjá geðheilsuteymi barna á Akureyri, og bauð mér að koma til sín með dóttur mína og hún væri með þegar ég segði henni frá þessu. Ég kann mikið að meta það, því hún getur kannski svarað spurningum sem ég hreinlega frýs á.“ Spiluðu eftir reglunum Mæðurnar segja að leiðin sem hófst með kæru í maí 2023 hafi í raun verið vörðuð af mismunandi opinberum aðilum og úrræðum sem hafi brugðist. Nú þegar ljóst sé að málið nái ekki lengra snúi þær sér til fjölmiðla. „Við vildum fara eftir leikreglunum. Við máttum ekki tjá okkur, máttum ekki gera ákveðna hluti. Við spiluðum þann leik algjörlega eftir þeirra reglum. Nú erum við bara komnar á endastöð og hann bara vinnur,“ segir önnur mæðranna og vísar þar til mannsins sem var kærður. „Það er enginn sem tapar á þessu máli nema stelpurnar og við fjölskyldurnar.“ Næsta skref hafi því verið að vekja athygli á málinu og benda á hvernig kerfið hafi brugðist. Önnur mæðranna veltir fyrir sér hversu mörg börn og fjölskyldur þeirra upplifi sig í sömu sporum, og vísar til frétta af tíu prósent aukningu á tilkynningum til lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum. „Þetta eru 126 mál sem eru tilkynnt. Ég taldi bara, X-margir foreldrar bara í okkar máli, og þetta eru 126 mál bara á síðasta ári. Hvað eru margir foreldrar í sömu stöðu og við? Ég varð svo hryllilega reið þegar ég sá þessa tölu. Hvað eru mörg mál sem komast inn í dómsal, hvort sem það er svo sakfellt eða ekki? „Hversu margir brotamenn fá að njóta vafans eins og hann fékk að gera?“ Ekkert eftir til að gera Viðtalið hér að ofan var allt tekið áður en mæðurnar sögðu dætrum sínum frá endanlegri niðurstöðu ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það gerðu þær hins vegar í vikunni. Önnur mæðranna segir stúlkurnar hvora hafa brugðist við fréttunum með sínum hætti. Báðar hafi þær þó átt það sammerkt að finnast málalokin ósanngjörn. „Það var svo það sama hjá þeim báðum, þær voru að vona að hann færi í fangelsi svo þær þyrftu ekki að vera hræddar við hann lengur.“ „Það brýtur í manni hjartað.“ Ítrekað hafi verið við báðar stúlkurnar að þær hafi gert allt rétt. Þær væru hugrakkar að hafa sagt frá og foreldrar þeirra væru stoltir af þeim fyrir hvernig þær tókust á við málið. Nú vissi lögreglan af málinu og mögulega hefði þeirra frásögn hjálpað öðrum börnum. „Það er ekkert eftir sem við getum gert annað en að standa við bakið á þeim, halda utan um þær og hvetja áfram. Sem er frekar erfitt að sætta sig við.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira