Eins og hann segir réttilega hefst alvaran í kvöld er strákarnir okkar spila gegn Slóveníu. Úrslitaleikur í riðlinum og í raun fyrsti leikur í milliriðli fyrir bæði lið.
„Það er gaman að byrja að spila alvöru leiki. Við vitum að þeir eru gríðarlega sterkir og taktískt góðir. Þetta er mjög gott lið. Þeir eru vel spilandi og þekkja hvern annan vel. Keyra mörg kerfi og erfitt að eiga við,“ segir Selfyssingurinn sterki en hann er vanur að þurfa að spila mikið á báðum endum. Það mæðir mikið á honum.
Elvar og félagar þurfa að vera á tánum í varnarleiknum en hvað telur hann að helst þurfi að varast?
„Þeir eru gríðarlega snöggir. Með sterkar skyttur fyrir utan. Með svo nokkra tætara sem eru hraðir og fara í snöggar klippingur. Þeir eru mjög vel staðsettir í öllum kerfum.“
Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19.30 í kvöld og er í beinni textalýsingu á Vísi.