Kunnuglegar slóðir fyrir Lawson sem varð deildarmeistari með Keflavík árið 2020. Hann varð síðan Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn og Val, auk þess að bæta við bikartitli árið 2023. Þá sneri hann einnig aftur til Íslands í janúar, eftir að hafa verið í Frakklandi fyrri part tímabils.
Hann heillaði síðan hjá Tindastóli í fyrra en fór til Þýskalands síðasta sumar og hefur spilað með Cralsheim Merlins í efstu deild það sem af er tímabili.
🚨 Callum Lawson snýr aftur heim 🚨
— Keflavík Karfan (@KeflavikKarfa) February 3, 2025
KKDK hefur samið við Callum Lawson!
Hann spilaði með Keflavík tímabilið 2019/2020, það tímabil var ekki klárað vegna Covid.
Callum hefur orðið Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn, Val og Tindastól.
Vertu velkominn heim Callum Lawson pic.twitter.com/Fw1mwy27li
Gengið var frá félagaskiptunum á föstudag, á lokadegi félagaskiptagluggans, og er Lawson nú kominn á lista í leikmannahópi Keflavíkur á vef KKÍ. Hann er mættur til landsins og þegar byrjaður að æfa með liðinu.
Næsti leikur Keflavíkur er gegn ÍR á fimmtudaginn. Eftir tapið gegn KR á föstudaginn sitja Keflvíkingar utan úrslitakeppnissætanna, í 9. sæti með 14 stig en aðeins tveimur stigum á eftir KR sem er í 4. sæti.