Fótbolti

Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimm­tugs­aldri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar 924. marki sínu á ferlinum sem hann skoraði fyrir Al-Nassr í dag.
Cristiano Ronaldo fagnar 924. marki sínu á ferlinum sem hann skoraði fyrir Al-Nassr í dag. Getty/Al Nassr FC

Cristiano Ronaldo og nýi maðurinn Jhon Duran voru báðir á skotskónum þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur í sádi-arabísku deildinni í dag.

Al-Nassr keypti Duran frá Aston Villa á dögunum og hann skoraði tvívegis í fyrsta leik.

Ronaldo skoraði eitt mark í leiknum. Þetta var fyrsta markið hans eftir að hann hélt upp á fertugsafmælið sitt fyrr í vikunni.

Rinaldo skoraði þriðja mark liðsins á 74. mínútu en tveimur mínútum fyrr hafði Sadio Mane lagt upp mark fyrir Duran.

Duran hafði skoraði fyrsta mark liðsins og fyrsta mark sitt í Sádi-Arabíu strax á 22. mínútu.

Ronaldo skoraði 923 mörk fyrir fertugsafmælið en eftir þetta mark vantar honum 76 mörk í þúsund mörk í opinberum leikjum. Enginn hefur skorað fleiri mörk en hann í sögunni.

Al-Nassr er í þriðka sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Al Ittihad. Ronaldo er aftur á móti sá markahæsti í deildinni með sextán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×