Leik lokið: Grinda­vík - Álfta­nes 92-94 | Dúi hetjan í fjar­veru NBA mannsins

Andri Már Eggertsson skrifar
465268538_1866022103923148_8098268232836443367_n
vísir/Jón Gautur

Álftnesningar mættu án NBA leikmannsins síns í Smárann í kvöld en unnu samt dramatískan tveggja stiga sigur á Grindvíkingum á þeirra heimavelli, 94-92.

Álftanesliðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta. Þetta átti að vera slagur milli NBA leikmanna en aðeins NBA maður Grindvíkinga mætti til leiks.  Pargo var magnaður með 39 stig en klikkaði á lokaskoti leiksins.

Álftanes komst mest nítján stigum yfir í fyrri hálfleiknum en Grindavík vann sig inn í leikinn. Í lokin var allt undir en Dúi Þór Jónsson skoraði sigurkörfuna.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira