Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Arnar Skúli Atlason skrifar 13. febrúar 2025 21:00 Giannis Agravanis skoraði fimmtán stig fyrir Stólanna í kvöld en margir voru að skila til liðsins. vísir/Jón Gautur Tindastólsmenn eru á svaka skriði í Bónus deild karla í körfubolta og sönnuðu það með sannfærandi 109-96 sigri á Þórsurum úr Þorlákshöfn í Síkinu í kvöld. Stólarnir komust í 16-1 og 27-7 í byrjun en Þórsarar komu sér aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Það munaði þrettán stigum í lokin en Þórsarar komu þessu niður í fimm stig um tíma. Tindastóll vann nokkuð þægilegan sigur á Þór frá Þorlákshöfn 109-96 á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn byrjuðu miklu betur í kvöld og keyrðu yfir Þór í upphafi leiks og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þórsarar komust á blað en Tindastóll hélt áfram að salla á þá stigum og munurinn kominn upp í 20 stig strax í fyrsta leikhluta en honum lauk 34-15. Svipað var upp á teningnum í öðrum leikhluta Tindastóll sterkari og þegar Þór virkaði eins og þeir ætluðu að koma til baka þá kom svar frá Tindastól. Arnar Björnsson og Dedrick Basile voru að stjórna umferðinni fyrir Tindastól. Í liði gestanna voru Mustapha Heron og Nick Tomsik atkvæða miklir og björguðu því að Þór voru ekki meira undir í hálfleik en staðan eftir fyrir hálfleikinn var 62-45. Allt annað Þórsara lið kom út í seinni hálfleik. Byrjuðu þeir að naga niður muninn hægt og rólega. Jordan Sample kom út alveg frábær í leik hlutanum. Tindastóll fann enginn leið til að stoppa hann og ef hann skoraði ekki þá áttu Nick Tomsick og Heron auðvelt með að skora. Tindastóll hélt sjó og kláraði leikhlutann sterkt en fyrir seinasta leikhlutann leiddu þeir með 7 stigum 80-73. Þór hélt áfram að gera Tindastól lífið leitt í seinasta fjórðungnum og héldu Tindastól við efnið. Klaufalegir tapaðir boltar um miðjan fjórðunginn og tæknivillur kemur Tindastól aftur í yfir 10 stiga forystu. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og sigldu þeir þessu örugglega heim 109-96. Tindastóll því enn á toppi deildarinnar og Þór fá mikið hrós að hafa komið þessu í leik aftur í stað þess að gefast upp. Atvikið Davíð Arnar Ágústsson fær á sig tæknivillu um miðjan fjórða leikhluta sem reið baggamuninn í dag því þá komst Tindastóll úr seilingarfjarlægð sem þeir létu aldrei af hendi. Stjörnur Sadio Docoure var bestur í liði Tindastóls í kvöld og áttu Þórsarar erfitt með hann, hann steig upp þegar þeim vantaði stig á töfluna. Heilt yfir góð liðs frammistaða hjá Tindastól og fengu framlag frá öllum leikmönnum, 7 leikmenn með 10 stig eða meira í kvöld Jordan Sample, Nick Tomsick og Mustapha Heron voru mjög öflugir í kvöld og ástæðan fyrir því að Þór voru ekki lengra frá þessu en þeir voru. Þeir skoruðu allir frekar auðveldlega og voru flottir á varnarhelming líka. Ég auglýsi eftir meira framlagi frá öðrum leikmönnum þeirra liðs. Stemning og umgjörð Það var stemning í Síkinu í kvöld, margir gerðu sér leið til að líta nýja manninn hjá Tindastóls augum Dimitrios Agravanis. Þessi nýju auglýsingaskilti er frábær viðbót í annars gott hús. Dómarar [8] Þetta flaut vel í kvöld og engar villur og engir dómar neitt rugl. Ef þeir voru í vandræðum fóru þeir í skjáinn og þetta var lagað sem var frábært hjá þeim. Benedikt Guðmundsson er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Auðvitað vill maður sjá smá drápseðli“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna í Síkinu í kvöld. „Bara góður sigur. Við virðum sigurinn. Tvö stig í viðbót. Mér fannst við byrja þetta frábærlega, leggjum grunnin af sigrinum þá. Það koma kaflar sem eru mjög sloppy hjá okkur og maður er ósáttur með þá spilamennsku. Heilt yfir ánægður með sigurinn, virði hann,“ sagði Benedikt. Tindastóll byrjaði af krafti í kvöld en gáfu svo eftir og hleyptu Þór inn í leikinn. „Við erum að fá á okkur 96 stig sem maður er ekki sáttur með. Vörnin leit vel út í byrjun og svo minnkar ákefðin þegar maður er kominn 20 stigum yfir eins og hefur gerst ansi oft í vetur. Þeir minnka þetta niður í 5 stig. Sem betur fer förum við ekki á taugum og erum sterkir andlega og snúum þessu við,“ sagði Benedikt. Benedikt segir að liðið vanti smá ákefð og drápseðli í sitt lið til að klára leikina alveg. „Auðvitað vill maður sjá smá drápseðli og gera út um leiki. Það er djúpt á því og við verðum að finna það. Þegar það kemur verðum við helvíti góðir,“ sagði Benedikt. Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnumVísir/Bára Dröfn „Vorum að keppa við lang besta lið landsins“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. var brattur þrátt fyrir tap í kvöld á Sauðárkróki. „Svekkjandi að tapa. Ánægður hvernig við komumst aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Gerðum þetta að leik með góðri baráttu. Mér fannst vörnin mjög góð hjá Óla og Ragga þeir komu með baráttu sem við þurftum. Við vorum að keppa við langbesta lið landsins, að mínu mati. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við ætluðum að reyna að berjast meira en þeir en náðum því ekki í byrjun leiksins.“ Þór lenti langt undir strax í upphafi leik en komu til baka þrátt fyrir það og náðu að gera þetta að leik. „Við lentum slatta mikið undir. Menn ætluðu þá að reyna að redda þessu einn á móti einum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Þá gekk Tindastóll á lagið. Ég er ánægður með baráttuna í strákunum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við þurfum að stíga upp núna. Við lentum í því Steeve Ho You Fat meiddist eftir 20 mínútur í fyrsta leik hjá okkur. Við erum í raun bara með einn stóran leikmann inná. Núna er sviðið fyrir Íslenska kjarnan hjá okkur að sýna í hvað í þeim býr.“ Lárus var mjög ánægður með leik sinna manna í seinni hálfleik og að þeir hafi ekki gefist upp í kvöld. „Kannski smá klaufagangur hjá okkur þegar við vorum að koma til baka. Við töpuðum nokkrum boltum og þeir fengu hraðaupphlaup. Þá hefði þetta verið aðeins meira close leikur ef við hefðum ekki tapað boltanum. Tindastóll var búið að vinna sig fyrir þessu. Við vorum búnir að eyða mikilli orku í að koma til baka. Maður sá að aðeins minnkaði á tanknum hjá okkur. Ég er samt mjög ánægður með karekterinn í strákunum.“ Bónus-deild karla Tindastóll Þór Þorlákshöfn
Tindastólsmenn eru á svaka skriði í Bónus deild karla í körfubolta og sönnuðu það með sannfærandi 109-96 sigri á Þórsurum úr Þorlákshöfn í Síkinu í kvöld. Stólarnir komust í 16-1 og 27-7 í byrjun en Þórsarar komu sér aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Það munaði þrettán stigum í lokin en Þórsarar komu þessu niður í fimm stig um tíma. Tindastóll vann nokkuð þægilegan sigur á Þór frá Þorlákshöfn 109-96 á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn byrjuðu miklu betur í kvöld og keyrðu yfir Þór í upphafi leiks og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þórsarar komust á blað en Tindastóll hélt áfram að salla á þá stigum og munurinn kominn upp í 20 stig strax í fyrsta leikhluta en honum lauk 34-15. Svipað var upp á teningnum í öðrum leikhluta Tindastóll sterkari og þegar Þór virkaði eins og þeir ætluðu að koma til baka þá kom svar frá Tindastól. Arnar Björnsson og Dedrick Basile voru að stjórna umferðinni fyrir Tindastól. Í liði gestanna voru Mustapha Heron og Nick Tomsik atkvæða miklir og björguðu því að Þór voru ekki meira undir í hálfleik en staðan eftir fyrir hálfleikinn var 62-45. Allt annað Þórsara lið kom út í seinni hálfleik. Byrjuðu þeir að naga niður muninn hægt og rólega. Jordan Sample kom út alveg frábær í leik hlutanum. Tindastóll fann enginn leið til að stoppa hann og ef hann skoraði ekki þá áttu Nick Tomsick og Heron auðvelt með að skora. Tindastóll hélt sjó og kláraði leikhlutann sterkt en fyrir seinasta leikhlutann leiddu þeir með 7 stigum 80-73. Þór hélt áfram að gera Tindastól lífið leitt í seinasta fjórðungnum og héldu Tindastól við efnið. Klaufalegir tapaðir boltar um miðjan fjórðunginn og tæknivillur kemur Tindastól aftur í yfir 10 stiga forystu. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og sigldu þeir þessu örugglega heim 109-96. Tindastóll því enn á toppi deildarinnar og Þór fá mikið hrós að hafa komið þessu í leik aftur í stað þess að gefast upp. Atvikið Davíð Arnar Ágústsson fær á sig tæknivillu um miðjan fjórða leikhluta sem reið baggamuninn í dag því þá komst Tindastóll úr seilingarfjarlægð sem þeir létu aldrei af hendi. Stjörnur Sadio Docoure var bestur í liði Tindastóls í kvöld og áttu Þórsarar erfitt með hann, hann steig upp þegar þeim vantaði stig á töfluna. Heilt yfir góð liðs frammistaða hjá Tindastól og fengu framlag frá öllum leikmönnum, 7 leikmenn með 10 stig eða meira í kvöld Jordan Sample, Nick Tomsick og Mustapha Heron voru mjög öflugir í kvöld og ástæðan fyrir því að Þór voru ekki lengra frá þessu en þeir voru. Þeir skoruðu allir frekar auðveldlega og voru flottir á varnarhelming líka. Ég auglýsi eftir meira framlagi frá öðrum leikmönnum þeirra liðs. Stemning og umgjörð Það var stemning í Síkinu í kvöld, margir gerðu sér leið til að líta nýja manninn hjá Tindastóls augum Dimitrios Agravanis. Þessi nýju auglýsingaskilti er frábær viðbót í annars gott hús. Dómarar [8] Þetta flaut vel í kvöld og engar villur og engir dómar neitt rugl. Ef þeir voru í vandræðum fóru þeir í skjáinn og þetta var lagað sem var frábært hjá þeim. Benedikt Guðmundsson er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Auðvitað vill maður sjá smá drápseðli“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna í Síkinu í kvöld. „Bara góður sigur. Við virðum sigurinn. Tvö stig í viðbót. Mér fannst við byrja þetta frábærlega, leggjum grunnin af sigrinum þá. Það koma kaflar sem eru mjög sloppy hjá okkur og maður er ósáttur með þá spilamennsku. Heilt yfir ánægður með sigurinn, virði hann,“ sagði Benedikt. Tindastóll byrjaði af krafti í kvöld en gáfu svo eftir og hleyptu Þór inn í leikinn. „Við erum að fá á okkur 96 stig sem maður er ekki sáttur með. Vörnin leit vel út í byrjun og svo minnkar ákefðin þegar maður er kominn 20 stigum yfir eins og hefur gerst ansi oft í vetur. Þeir minnka þetta niður í 5 stig. Sem betur fer förum við ekki á taugum og erum sterkir andlega og snúum þessu við,“ sagði Benedikt. Benedikt segir að liðið vanti smá ákefð og drápseðli í sitt lið til að klára leikina alveg. „Auðvitað vill maður sjá smá drápseðli og gera út um leiki. Það er djúpt á því og við verðum að finna það. Þegar það kemur verðum við helvíti góðir,“ sagði Benedikt. Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnumVísir/Bára Dröfn „Vorum að keppa við lang besta lið landsins“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. var brattur þrátt fyrir tap í kvöld á Sauðárkróki. „Svekkjandi að tapa. Ánægður hvernig við komumst aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Gerðum þetta að leik með góðri baráttu. Mér fannst vörnin mjög góð hjá Óla og Ragga þeir komu með baráttu sem við þurftum. Við vorum að keppa við langbesta lið landsins, að mínu mati. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við ætluðum að reyna að berjast meira en þeir en náðum því ekki í byrjun leiksins.“ Þór lenti langt undir strax í upphafi leik en komu til baka þrátt fyrir það og náðu að gera þetta að leik. „Við lentum slatta mikið undir. Menn ætluðu þá að reyna að redda þessu einn á móti einum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Þá gekk Tindastóll á lagið. Ég er ánægður með baráttuna í strákunum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við þurfum að stíga upp núna. Við lentum í því Steeve Ho You Fat meiddist eftir 20 mínútur í fyrsta leik hjá okkur. Við erum í raun bara með einn stóran leikmann inná. Núna er sviðið fyrir Íslenska kjarnan hjá okkur að sýna í hvað í þeim býr.“ Lárus var mjög ánægður með leik sinna manna í seinni hálfleik og að þeir hafi ekki gefist upp í kvöld. „Kannski smá klaufagangur hjá okkur þegar við vorum að koma til baka. Við töpuðum nokkrum boltum og þeir fengu hraðaupphlaup. Þá hefði þetta verið aðeins meira close leikur ef við hefðum ekki tapað boltanum. Tindastóll var búið að vinna sig fyrir þessu. Við vorum búnir að eyða mikilli orku í að koma til baka. Maður sá að aðeins minnkaði á tanknum hjá okkur. Ég er samt mjög ánægður með karekterinn í strákunum.“
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti