Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:41 Sölvi Geir Ottesen fer vel af stað í starfi sem aðstoðarþjálfari Víkings. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira