Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:47 Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar segist hafa fengið ávítur frá Bryndísi Haladsdóttur þingmanni SJálfstæðisflokksins vegna klæðaburðar í gær. Hún segist þó einungis hafa veitt Sigmari Guðmundssyni þingflokksformanni kurteisislegar ábendingar. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni. Alþingi Viðreisn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni.
Alþingi Viðreisn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira