Íslenski boltinn

Skaga­menn horfa á­fram til yngri leik­manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Viktor Hauksson hefur samið við ÍA.
Jón Viktor Hauksson hefur samið við ÍA. ÍA

ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands.

Frá þessu greina Skagamenn á samfélagsmiðlum sínum. ÍA hafði þegar sótt tvo unga og efnilega leikmenn, þá Brynjar Óðinn Atlason frá Hamri í Hveragerði og Daníel Michal Grzegorzsson frá KFA á Austurlandi. Jón Sölvi Símonarson kom þá frá Breiðabliki og Vísir getur staðfest að Skagamenn horfa enn til Hveragerðis í leit að ungum og efnilegum leikmönnum.

„Jón Viktor kemur til félagsins frá Haukum í Hafnarfirði þar sem hann er uppalinn og hefur stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki. Jón Viktor er tæknilega öflugur miðjumaður, gríðarlega efnilegur og hefur verið hluti af unglingalandsliðum Íslands. Þar á meðal leikið 3 leiki fyrir U15 ára landslið Íslands,“ segir í yfirlýsingu ÍA.

ÍA mætir Fram á Lambhagavelli í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 6. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×