Casemiro fer ekki fet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 19:01 Casemiro hefur verið einkar sigursæll á sínum ferli en hefur mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarnar vikur. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Það virðast hins vegar engar líkur á að félagið muni nýta sér þann möguleika og samkvæmt helstu fréttamiðlum erlendis vill Man United ekkert heitar en að losna við hinn 32 ára gamla miðjumann af launaskrá sinni. Rúben Amorim hefur sett Casemiro í frystinn en Brasilíumaðurinn fékk þó tækifæri í 1-0 tapinu gegn Tottenham Hotspur þar sem Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Mason Mount, Tobby Collyer, Manuel Ugarte og Amad voru allir fjarri góðu gamni. Casemiro er launahæsti leikmaður liðsins sem stendur en talið er að Marcus Rashford sé með hærri laun þegar allt er upptalið. Rashford er hins vegar á láni hjá Aston Villa og því þarf félagið ekki að greiða 100 prósent launa hans út tímabilið. Casemiro, sem á 75 A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu sem og lið í Tyrklandi en hann hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester-borg. Þetta kemur fram í viðtali hans við spænska miðilinn AS. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég er að gera, sýna virðingu og almennilegheit. Auðvitað vil ég spila meira, ég þekki ekki einn knattspyrnumann sem vill ekki spila og hjálpa liði sínu. Ég vil einnig hjálpa félaginu á þessu augnabliki,“ sagði Casemiro í viðtalinu. „Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og félaginu. Ég er þakklátur fyrir að vera hér og á sem stendur eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég stefni á að virða þann samning. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér. Þau hafa aðlagast og við tölum ensku.“ „Ég er mjög þakklátur stuðningsfólkinu á Old Trafford og hjá félaginu í heild. Ég er vissulega óánægður með að sitja á bekknum en það hefur ekki áhrif á hitt,“ sagði Casemiro jafnframt. Man United hefur tapað 8 af síðustu 12 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr félagið í 15. sæti töflunnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira