Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 11:08 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, missti þolinmæðina í stærsta ræðupúlti landsins í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu. Og hreytti ókvæðisorðum að Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hana út í styrkjamálið. Vísir/Arnar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira
Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Sjá meira