Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2025 19:33 Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokks Flokks fólksins segir óskiljanlegt að flokkurinn hafi ekki verið rétt skráður í nokkur ár. Því hafi nú verið kippt í liðinn. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að fjármálaráðuneytið hefði átt að bíða með að greiða stjórnmálaflokkum opinbera styrki þar til skráning þeirra væri rétt. Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt. Í janúar 2022 varð skráning stjórnmálaflokka á svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Fjármálaráðuneytið greiddi hins vegar slíka styrki til stjórnmálaflokkanna í janúar 2022 áður en nokkur þeirra hafði uppfyllt skilyrði um skráninguna í hina svokölluðu stjórnmálasamtakaskrá. Misfljótir flokkar Viðreisn og Samfylking, uppfylltu rétta skráningu í febrúar 2022. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl 2022. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn 2023 og Vinstri græn 2024. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þá var Flokkur fólksins síðastur til skrá sig rétt eða nú í febrúar. Fjármálaráðuneytið birti dagsetningar á því hvenær flokkarnir uppfylltu skilyrði laga um skráningu í sérstaka stjórnmálasamtakaskrá. Stjórnmálaflokkar þurfa að uppfylla skilyrðið til að fá framlög úr ríkissjóði. Heimild StjórnarráðiðVísir/Sara Fjármálaráðherra ákvað á dögunum að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga hjá þeim flokkum sem þáðu slíka styrki án þess að vera með rétta skráningu á þeim tíma og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd af ýmsum. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund í dag vegna málsins og var fjármálaráðherra krafinn svara ákvörðun sína. Fjármálaráðuneytið átti að bíða með útgreiðsluna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið hefði ekki átt að greiða út neina styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá árið 2022. „Það hefði verið eðlilegt verklag að þessari skráningu væri lokið þegar greiðsla á styrkjum fór fram. Það voru að vísu sérákvæði í lögunum, en það var ekki gert,“ segir Daði. Aðspurður um hvort flokkarnir hefðu getað skráð sig hvenær sem er árið 2022 til að uppfylla skilyrði laganna, svarar Daði neitandi. Nei, verklagið í fjármálaráðuneytinu hefði átt að vera að bíða með hina eiginlegu útgreiðslu þangað til skráning hvers flokks var rétt. Skilyrði laganna voru að þessu leyti alveg skýr. „Þetta er stórfurðulegt“ Flokkur fólksins uppfyllti ekki skilyrði laganna fyrr en eftir landsfund flokksins í þessum mánuði. Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokksins segir óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr. „Það þar þarf eiginlega að athuga og rannsaka hvað fór úrskeiðis. Þetta er stórfurðulegt. Þau sem voru við stjórn þarna 2022 gerðu þetta ekki heldur á réttum tíma. Það má halda því fram að lögin hafi klúðrast. Þetta voru smávægileg mistök hjá okkur en við þurfum að vanda okkur betur,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort skatturinn hafi komið með ábendingar vegna málsins segir Guðmundur að það hafi ekki verið fyrr en á síðasta ári. „Við fengum ekki leiðbeiningar frá skattinum fyrr en eftir að við fengum greidda styrkina í fyrra. Þá fórum við að reyna að redda þessu. Við fengum þau skilaboð að við þyrftum að halda landsfund áður sem við erum nú búin að halda og þetta er í lagi í dag.“ Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Í janúar 2022 varð skráning stjórnmálaflokka á svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Fjármálaráðuneytið greiddi hins vegar slíka styrki til stjórnmálaflokkanna í janúar 2022 áður en nokkur þeirra hafði uppfyllt skilyrði um skráninguna í hina svokölluðu stjórnmálasamtakaskrá. Misfljótir flokkar Viðreisn og Samfylking, uppfylltu rétta skráningu í febrúar 2022. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl 2022. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn 2023 og Vinstri græn 2024. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þá var Flokkur fólksins síðastur til skrá sig rétt eða nú í febrúar. Fjármálaráðuneytið birti dagsetningar á því hvenær flokkarnir uppfylltu skilyrði laga um skráningu í sérstaka stjórnmálasamtakaskrá. Stjórnmálaflokkar þurfa að uppfylla skilyrðið til að fá framlög úr ríkissjóði. Heimild StjórnarráðiðVísir/Sara Fjármálaráðherra ákvað á dögunum að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga hjá þeim flokkum sem þáðu slíka styrki án þess að vera með rétta skráningu á þeim tíma og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd af ýmsum. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund í dag vegna málsins og var fjármálaráðherra krafinn svara ákvörðun sína. Fjármálaráðuneytið átti að bíða með útgreiðsluna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið hefði ekki átt að greiða út neina styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá árið 2022. „Það hefði verið eðlilegt verklag að þessari skráningu væri lokið þegar greiðsla á styrkjum fór fram. Það voru að vísu sérákvæði í lögunum, en það var ekki gert,“ segir Daði. Aðspurður um hvort flokkarnir hefðu getað skráð sig hvenær sem er árið 2022 til að uppfylla skilyrði laganna, svarar Daði neitandi. Nei, verklagið í fjármálaráðuneytinu hefði átt að vera að bíða með hina eiginlegu útgreiðslu þangað til skráning hvers flokks var rétt. Skilyrði laganna voru að þessu leyti alveg skýr. „Þetta er stórfurðulegt“ Flokkur fólksins uppfyllti ekki skilyrði laganna fyrr en eftir landsfund flokksins í þessum mánuði. Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokksins segir óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr. „Það þar þarf eiginlega að athuga og rannsaka hvað fór úrskeiðis. Þetta er stórfurðulegt. Þau sem voru við stjórn þarna 2022 gerðu þetta ekki heldur á réttum tíma. Það má halda því fram að lögin hafi klúðrast. Þetta voru smávægileg mistök hjá okkur en við þurfum að vanda okkur betur,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort skatturinn hafi komið með ábendingar vegna málsins segir Guðmundur að það hafi ekki verið fyrr en á síðasta ári. „Við fengum ekki leiðbeiningar frá skattinum fyrr en eftir að við fengum greidda styrkina í fyrra. Þá fórum við að reyna að redda þessu. Við fengum þau skilaboð að við þyrftum að halda landsfund áður sem við erum nú búin að halda og þetta er í lagi í dag.“
Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira