Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, staðfestir að við launaútborgun 1. desember síðastliðinn hafi komið upp kerfisvilla. Villan hafi haft áhrif á útreikning desemberuppbótar hjá um 4900 starfsmönnum. Leiðrétting á kerfisvillunni upp á 34 milljónir króna var framkvæmd þann 31. desember.
Eva segir mistökin hafa uppgötvast daginn eftir greiðsluna og að hæsta einstaka greiðslan sem þurfti að leiðrétta hafa verið upp á 11.900 krónur. Misjafnt hafi verið hve mikil ofgreiðslan var en það fór eftir ráðningarhlutfalli og starfstíma.
Á þrettánda þúsund starfsmenn vinna hjá Reykjavíkurborg og náði villan til um fjörutíu prósenta þeirra.