Fréttastofa skellti sér í Kringluna og á öskudagsgleði Nóa Síríus þar sem VÆB strákarnir héldu tvenna tónleika. Fjölmargir voru í VÆB búningum.
VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð.
„Við fáum sendar myndir af fólki í VÆB-göllum. Þetta er bara geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt,“ segja bræðurnir.

Þeir segja að VÆB sé lífsstíll.
„Það stendur náttúrulega fyrir virðingu, æðruleysi og bullandi stemningu!“
Í fréttinni er hægt að sjá viðtalið við VÆB bræðurna og flotta krakka í alls konar skemmtilegum búningum sem gerðu sér lítið fyrir og sungu fyrir fréttateymi Stöðvar 2.