Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:00 Slökkviliðsmenn að störfum í Karkív í Úkraínu eftir að rússnesk eldflaug lenti þar. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52
Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37