Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Arnar Skúli Atlason skrifar 2. apríl 2025 20:46 Adomas Drungilas var mjög öflugur fyrir Stólana í kvöld. Vísir/Anton Deildarmeistarar Tindastóls þurftu að hafa fyrir mikið hlutunum í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Stólarnir unnu á endanum sjö stiga sigur, 94-87, en Keflvíkingar voru yfir í hálfleik og stóðu vel í heimamönnum. Tindastóll er komið í 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslitin. Keflavík byrjaði betur í kvöld og var ofan á á flestum sviðum leiksins í upphafi leiks. Þeir voru að hitta betur og voru með meiri ákefð. Tindastóll fór frekar auðveldlega með Keflavík seinast þegar liðin mættust og voru aðeins á eftir í fyrri hálfleiknum. Tindastóll fór að fara mikið inn í teig þegar leið á hálfleikinn og áttu Keflvíkingar erfitt með það. Ty-Shon Alexander fór mikinn hjá Keflavík í fyrri hálfleik og var að búa til mikið af opnum skotum fyrir félaga sína. Adomas Drungilas og Dimitrios Agravanis voru drjúgir fyrir Tindastól í teig andstæðingana. Keflavík leiddi í hálfleik með 4 stigum en staðan var 48-52. Tindastóll kom öflugra til leiks í seinni hálfleik. Þeir hertu vörnina og fóru að gera Keflavík þetta erfiðara fyrir. Keflavík helt samt áfram, fyrrum Tindastóls mennirnir Callum Lawson og Jaka Brodnik voru að reynast þeir erfiðir og voru að skora oft á tíðum úr erfiðum skotum. Hjá Tindastól vöknuðu Giannis Agravanis og Dedrick Basile en þeir voru að skora körfur í öllum regnboganslitum. Tindastóll komst ellefu stigum yfir í fjórða leikhluta en Keflavík kom til baka og náði að minnka þetta í tvö stig. Það var svo Tindastóll sem reyndist sterkara og Keflavík voru klaufar að ná ekki að stela þessu. En leiknum lauk með sigri Tindastóls 94-87 og þeir komnir í forystu í einvíginu 1-0. Atvikið Sadio Doucoure sneri sig á ökkla þegar þrjár mínútur voru búnar af leiknum og hann kom ekkert meira við sögu. Benedikt Guðmundsson sagði eftir leik að þetta liti ekki vel út með hann. Stjörnur Adomas Drungilas var mjög góður í liði Tindastóls í kvöld, skoraði 25 stig og tók 7 fráköst, Dedrick Basile skoraði 23 stig og tók 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Pétur Rúnar, Arnar Björnsson, Davis Geks og Dimitros Agravanis lögðu sitt af mörkum líka. Hjá Keflavík voru Jaka Brodnik var með 23 stig og Ty-Shon Alexander var með 19 stig og 10 stoðsendingar., Callum Lawson, Halldór Garðar voru einnig mjög öflugir. Með smá hjálp frá fleirum hefðu þeir getað landað þessu hérna í kvöld. Stemning og umgjörð Grettismenn voru margir og öflugir. Margt um manninn en þó færri en á fimmtudaginn á móti Val. 5 stuðningsmenn gestanna fylgdu sínu liði. Dómarar [6] Voru að flauta alltof mikið og ekki að leyfa mönnum að takast almennilega á. Voru oft að flauta seint löngu eftir að atvikið var búið. Þeir gera betur í næsta leik. Benedikt Guðmundsson er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink Benedikt: Vitum við öll hvað býr í þessu Keflavíkurliði Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var sáttur að klára Keflavík í Síkinu í kvöld. „Ég er alltaf ánægður að vinna og sérstaklega hörkulið eins og Keflavík. Þeir spiluðu vel í dag. Þetta er forsmekkurinn hvernig þessi sería verður,“ sagði Benedikt. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu og bæði lið klár í að selja sig dýrt. „Deildarleikirnir í vetur hjá þessum liðum hafa báðir unnist með þrjátíu stigum. Ég held að leikirnir í úrslitakeppninni á milli þessara liði verði bara stál í stál. Nú er bara nýtt mót. Þó að Keflvíkingar hafa verið lélegir fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá vitum við öll hvað býr í þessu Keflavíkurliði. Þetta eru allt gæða leikmenn sem er erfitt við að eiga. Þeir spiluðu vel í dag og sem betur fer höfðum við þetta í endann,“ sagði Benedikt. Sadio Doucoure meiddist eftir stuttan leik í dag og hafði það áhrif á lið Tindastól. „Við missum Sadio út eftir þrjár mínútur og þá riðlast svolítið leikplanið. Við missum hraða og hreyfanleika með honum. Hann er lykilmaður hjá okkur. Þá fórum við að horfa aðeins á stóru strákana. Þá fáum við minna á hraðaupphlaupum og öðru sem við erum vanir að fá. Þetta lítur vel út með hann því miður en vonandi fáum við hann eitthvað inn,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Sigurður: Ánægður með frammistöðuna Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var ánægður með framlagið frá sínum mönnum í kvöld þrátt fyrir tap. „Ég er svekktur. Við ætluðum að sigra. Fyrsti leikur á útivelli. Liðið fannst mér spila vel. Það vantaði svolítið upp á í restina en það var lítið. Ég er svekktur að hafa ekki unnið en ég er ánægður með frammistöðuna svona heilt yfir,“ sagði Sigurður. Keflavík kom út í leikinn af miklum krafti í kvöld en tempóið minnkaði aðeins á þeim þegar leið á leikinn. „Tindastóll gerði betur varnarlega og fráköstuðu sérstaklega betur í seinni hálfleik. Við misstum það aðeins frá okkur og það var erfitt. Þeir fengu mun fleiri skot og eins þeir vildu. Við ætlum að fara vel yfir þennan leik og koma betur klárir í slaginn í næsta leik,“ sagði Sigurður. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Deildarmeistarar Tindastóls þurftu að hafa fyrir mikið hlutunum í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Stólarnir unnu á endanum sjö stiga sigur, 94-87, en Keflvíkingar voru yfir í hálfleik og stóðu vel í heimamönnum. Tindastóll er komið í 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslitin. Keflavík byrjaði betur í kvöld og var ofan á á flestum sviðum leiksins í upphafi leiks. Þeir voru að hitta betur og voru með meiri ákefð. Tindastóll fór frekar auðveldlega með Keflavík seinast þegar liðin mættust og voru aðeins á eftir í fyrri hálfleiknum. Tindastóll fór að fara mikið inn í teig þegar leið á hálfleikinn og áttu Keflvíkingar erfitt með það. Ty-Shon Alexander fór mikinn hjá Keflavík í fyrri hálfleik og var að búa til mikið af opnum skotum fyrir félaga sína. Adomas Drungilas og Dimitrios Agravanis voru drjúgir fyrir Tindastól í teig andstæðingana. Keflavík leiddi í hálfleik með 4 stigum en staðan var 48-52. Tindastóll kom öflugra til leiks í seinni hálfleik. Þeir hertu vörnina og fóru að gera Keflavík þetta erfiðara fyrir. Keflavík helt samt áfram, fyrrum Tindastóls mennirnir Callum Lawson og Jaka Brodnik voru að reynast þeir erfiðir og voru að skora oft á tíðum úr erfiðum skotum. Hjá Tindastól vöknuðu Giannis Agravanis og Dedrick Basile en þeir voru að skora körfur í öllum regnboganslitum. Tindastóll komst ellefu stigum yfir í fjórða leikhluta en Keflavík kom til baka og náði að minnka þetta í tvö stig. Það var svo Tindastóll sem reyndist sterkara og Keflavík voru klaufar að ná ekki að stela þessu. En leiknum lauk með sigri Tindastóls 94-87 og þeir komnir í forystu í einvíginu 1-0. Atvikið Sadio Doucoure sneri sig á ökkla þegar þrjár mínútur voru búnar af leiknum og hann kom ekkert meira við sögu. Benedikt Guðmundsson sagði eftir leik að þetta liti ekki vel út með hann. Stjörnur Adomas Drungilas var mjög góður í liði Tindastóls í kvöld, skoraði 25 stig og tók 7 fráköst, Dedrick Basile skoraði 23 stig og tók 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Pétur Rúnar, Arnar Björnsson, Davis Geks og Dimitros Agravanis lögðu sitt af mörkum líka. Hjá Keflavík voru Jaka Brodnik var með 23 stig og Ty-Shon Alexander var með 19 stig og 10 stoðsendingar., Callum Lawson, Halldór Garðar voru einnig mjög öflugir. Með smá hjálp frá fleirum hefðu þeir getað landað þessu hérna í kvöld. Stemning og umgjörð Grettismenn voru margir og öflugir. Margt um manninn en þó færri en á fimmtudaginn á móti Val. 5 stuðningsmenn gestanna fylgdu sínu liði. Dómarar [6] Voru að flauta alltof mikið og ekki að leyfa mönnum að takast almennilega á. Voru oft að flauta seint löngu eftir að atvikið var búið. Þeir gera betur í næsta leik. Benedikt Guðmundsson er þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink Benedikt: Vitum við öll hvað býr í þessu Keflavíkurliði Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var sáttur að klára Keflavík í Síkinu í kvöld. „Ég er alltaf ánægður að vinna og sérstaklega hörkulið eins og Keflavík. Þeir spiluðu vel í dag. Þetta er forsmekkurinn hvernig þessi sería verður,“ sagði Benedikt. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu og bæði lið klár í að selja sig dýrt. „Deildarleikirnir í vetur hjá þessum liðum hafa báðir unnist með þrjátíu stigum. Ég held að leikirnir í úrslitakeppninni á milli þessara liði verði bara stál í stál. Nú er bara nýtt mót. Þó að Keflvíkingar hafa verið lélegir fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá vitum við öll hvað býr í þessu Keflavíkurliði. Þetta eru allt gæða leikmenn sem er erfitt við að eiga. Þeir spiluðu vel í dag og sem betur fer höfðum við þetta í endann,“ sagði Benedikt. Sadio Doucoure meiddist eftir stuttan leik í dag og hafði það áhrif á lið Tindastól. „Við missum Sadio út eftir þrjár mínútur og þá riðlast svolítið leikplanið. Við missum hraða og hreyfanleika með honum. Hann er lykilmaður hjá okkur. Þá fórum við að horfa aðeins á stóru strákana. Þá fáum við minna á hraðaupphlaupum og öðru sem við erum vanir að fá. Þetta lítur vel út með hann því miður en vonandi fáum við hann eitthvað inn,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Sigurður: Ánægður með frammistöðuna Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var ánægður með framlagið frá sínum mönnum í kvöld þrátt fyrir tap. „Ég er svekktur. Við ætluðum að sigra. Fyrsti leikur á útivelli. Liðið fannst mér spila vel. Það vantaði svolítið upp á í restina en það var lítið. Ég er svekktur að hafa ekki unnið en ég er ánægður með frammistöðuna svona heilt yfir,“ sagði Sigurður. Keflavík kom út í leikinn af miklum krafti í kvöld en tempóið minnkaði aðeins á þeim þegar leið á leikinn. „Tindastóll gerði betur varnarlega og fráköstuðu sérstaklega betur í seinni hálfleik. Við misstum það aðeins frá okkur og það var erfitt. Þeir fengu mun fleiri skot og eins þeir vildu. Við ætlum að fara vel yfir þennan leik og koma betur klárir í slaginn í næsta leik,“ sagði Sigurður.